
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
August, 2023
-
2023-08-22 23:28
Spennandi mynd. Slatti af flottum skotum. Fínasta action. #amazonprime
0.3 -
2023-08-16 22:28
Handritið var ekki geggjað. Samtölin stundum slöpp. Alveg spennandi og fín action atriði. Geggjuð skot frá Íslandi. #netflix
0.3 -
2023-08-15 23:27
Dramatísk mynd. Þung (dark) mynd – meira disturbing en ég bjóst við. Varð eiginlega að hryllingsmynd. Vel leikið hjá Olivia Wilde.
0.3 -
2023-08-11 20:26
Áhugaverð saga. Gaman að fræðast meira um baksöguna og þennan heim. Mjög spennandi á köflum. Lögin ekki alveg eins góð/skemmtileg og í fyrri myndinni – kannski koma þau betur út á ensku. #disneyplus
0.3 -
2023-08-10 22:22
Skemmtileg mynd. Áhugaverð frumkvöðlasaga. Slatti af drama. Gaman að fara fram og til baka í mismunandi tímalínur sem tengdust svo. Hefði getað verið þéttara tempo á sögunni. Sterkt skotið á NFT og crypto í lokinn 😅
0.3 -
2023-08-08 17:22
Mjög áhugaverð mynd. Skemmtileg frumkvöðlasaga. Ágætlega spennandi. Hellingur af skemmtilegum vísunum í 90's og 2000's tækni og nördaskap.
0.3 -
2023-08-06 15:20
Fyndin. Spennandi á köflum. Slatti af "wacky" persónum. Ágætis formúlu-saga. Fínasta afþreying. #netflix
0.3 -
2023-08-02 01:28
Mögnuð mynd. Intense – hljóð og tónlist skapaði mjög dramatíska stemningu. Þétt keyrsla – mikið í gangi og verið að hoppa fram og til baka í mismunandi tímabil. Áhugaverð saga og persónur. Fullt af geggjuðum leikurum. Virkilega flott mynd – enda ekki við öðru að búast frá Christopher Nolan.
0.3 July, 2023
-
2023-07-31 21:08
Skemmtileg fjölskyldumynd. Ágætlega spennandi. Nauðsynlegt að sjá þessa legendary sögu. Töfrandi heimur. Fín lög. Ólafur var sérstaklega skemmtilegur. #disneyplus
0.3 -
2023-07-25 23:27
Áhugavert væb & lúkk. Virðist vera gamaldags en svo eru einhverjar vísanir í nútímann – ákveðinn sci-fi heimur. Flippuð/wacky saga. #netflix
0.3 -
2023-07-24 18:17
Skemmtileg mynd. Fyndin á köflum. Aðeins þyngri/alvarlegri og minna grín en ég bjóst við. Vísunin í 2001: A Space Odyssey var skemmtileg.
0.3 -
2023-07-22 23:26
Spennandi mynd. Fínasta action. Smá hægir drama kaflar. #amazonprime
0.3 -
2023-07-21 20:25
Hörkuspennandi fjölskyldumynd. Fínasta saga. Gott action. Fyndin á köflum. #disneyplus
0.3 -
2023-07-21 00:49Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One (2023)
Geggjuð mynd. Virkilega gaman af öllum klassísku Mission Impossible atriðunum. Alvöru keyrsla og fullt af svakalegum action atriðum – Tom Cruise er alveg í essinu sínu í svona myndum. Svo mikið af flottum skotum. Gaman hvað það er mikið af stórum action myndum teknum upp í Evrópu – spurning hvort það sé af því að skattaafslátturinn er svona góður eða hvort þeim finnst bara koma vel út að rústa fallegum Evrópskum borgum 😄 “Vondi kallinn” var áhugaverður – alveg í takt við það sem er að gerast í heiminum.
0.3 -
2023-07-18 20:34
Skemmtileg saga. Ánægjuleg fjölskyldumynd. Leit vel út – flott mynd. Hugljúf í lokinn. #disneyplus
0.3 June, 2023
-
2023-06-17 22:55
Mjög spennandi. Svakaleg action keyrsla í gegnum alla myndina. Alveg í takt við annað frá Russo bræðrunum. Brútal á köflum. Gaman að skoða credit listann til að sjá hvaða cameo hlutverk leikstjórinn lék. Líka gaman að sjá hvaða Íslendingar unnu við þessa mynd. #netflix
0.3 -
2023-06-17 16:54
Mjög áhugaverð saga – svakaleg áhrif sem þau höfðu og þurftu að berjast fyrir því. Flottir leikarar. Töff að Hanz Zimmer og Pharrell Williams sáu um tónlistina. #disneyplus
0.3 -
2023-06-06 22:53Spider-Man: Into the Spider-Verse (2018)
Töff tónlist. Töff teiknimynd – flottur stíll. Fyndin. Spennandi. Hellingur af frægum röddum – nokkur áhugaverð cameos. #disneyplus
0.3 May, 2023
-
2023-05-30 21:52
Svakaleg vitleysa. Mikið af kjánalegum húmor. Smá fyndin inn á milli. Smá spennandi. #amazonprime
0.3 -
2023-05-27 23:56
Magnaður hasar-rússibani nánast allan tímann. Fullt af svakalegum atriðum. Topp afþreying. Nokkuð hefðbundin Fast & Furious mynd. Jason Momoa var skemmtilega klikkaður. Þetta er víst fyrsta myndin af þremur sem þau ætla að gera til að ljúka þessu franchise – endirinn var mjög opinn og fólk þarf að bíða í 2 ár eftir framhaldinu.
0.3 -
2023-05-27 19:13
Skemmtilegt að hafa þetta í stop-motion stíl. Líka flott að hafa svona náttúrulega áferð (texture) á plastinu. Skemmtileg mynd. Fyndin. Leit vel út. Frábær fjölskyldumynd.
0.3 -
2023-05-26 23:42
Svakaleg action-keyrsla nánast alla myndina. Geggjuð hasaratriði. Slatti af töff dróna-skotum. Skemmtilegt að þetta er byggt á danskri mynd: Ambulancen.
0.3 -
2023-05-26 16:11Shazam! Fury of the Gods (2023)
Spennandi mynd. Fínasta ofurhetjumynd – klassísk (týpísk) að mörgu leyti. Smá húmor og kjánaskapur inn á milli. Góð afþreying.
0.3 -
2023-05-24 23:30
Geggjuð mynd. Fullt af góðum leikurum. Spennandi thriller og síðan svakaleg action atriði inn á milli. Michael Mann gerir svo góðar myndir. Credit listinn var styttri en er oft núna – engar 5 mínútur af öllu fólkinu sem sá um allar tæknibrellurnar 😉 #netflix
0.3 -
2023-05-24 16:08
Virkilega áhugaverð mynd. Ágætlega spennandi. Töff 80's vibe – greinilega vandað við að ná réttu útliti og stemningu. Fullt af góðum og viðeigandi lögum líka. Góðir leikarar. #amazonprime
0.3 -
2023-05-23 23:07Ant-Man and the Wasp: Quantumania (2023)
Spennandi. Fyndin. Flottur og áhugaverður heimur þetta Quantum Realm – smá Star Wars vibes (allar þessar verur). Mjög solid action atriði – risastór. #disneyplus
0.3 -
2023-05-20 19:36
Mjög barnaleg mynd – handritið, leikurinn o.s.frv. Stundum smá eins og Latabæjar-þáttur. Þannig að þetta virkaði alveg fyrir markhópinn (krakka) – en ekki beint fyrir alla fjölskylduna eins og margar góðar fjölskyldumyndir. #netflix
0.3 -
2023-05-19 23:04
Fínasta action. Spennandi mynd. Jennifer Lopez er svakaleg – flott í svona hasar-hlutverki. Solid tónlist. #netflix
0.3 -
2023-05-18 00:28Guardians of the Galaxy Vol. 3 (2023)
Mikill hasar. Mikið drama. Geggjuð action atriði. Góð keyrsla. Góður húmor eins og alltaf. Fróðleg baksaga (origin story) fyrir Rocket. Gott stöff – James Gunn kann að skemmta fólki.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 16. February, 2025
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.