
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
November, 2009
-
2009-11-20 20:36The Goods: Live Hard, Sell Hard (2009)
Nokkuð fyndin mynd. Bull og vitleysa - eins og maður bjóst nú við. Will Ferrel átti eiginlega besta atriðið.
0.3 -
2009-11-18 01:28
Risastór stórslysamynd. Mjög spennandi á köflum - klikkaðar tæknibrellur. Stundum var þetta eins og mega rússíbani í tívolí - klikkað fjör :) Virkilega flott tölvugrafík - það var líka nóg af henni. En hún var frekar löng... Áhugaverðar pælingar varðandi hvað væri gert ef við vissum að heimurinn væri að farast.
0.3 -
2009-11-09 23:23
Mjög kúl mynd. Góð spenna, heavy action - nóg af sprengingum og öðru tilheyrandi. Slatti af mjög flottum atriðum. Nokkuð skemmtilegt handrit, áhugavert plot - ferskt/frumlegt. Gerard Butler er badass, bara svalur.
0.3 October, 2009
-
2009-10-26 02:06
Mjög fyndin mynd. Slatti scary líka, meira scary en ég bjóst við - eða s.s. svona adrenalín-scary (bú!). Nett brútal líka - smá splatter-húmor. Góð spenna. Hellingur af góðum bröndurum og fyndnum atriðum. Kannski ekki fyndnasta mynd ársins eins og einhver sagði, en gott stöff. Mér fannst intro grafíkin líka mjög kúl - fólk að detta á stafina og skutlandi þeim í burtu.
0.3 -
2009-10-20 23:30
Mjög kúl mynd - leit vel út; umhverfið, áferðin, litirnir... Kúl effect-ar, Crank gaurarnir klikka ekki - öll helstu trick-in sem maður kannast við hjá þeim; hraðar klippingar, funky sjónarhorn... var alveg að virka, mér fannst það alla vega ekki of mikið. Efnislega er hún ekki upp á marga fiska - handritið ekkert alltof bitastætt. En þetta er fínasta afþreying. Líka áhugaverð framtíðar pæling - tækni, siðferði og svona... Gott action, nóg af kúl byssubardögum, sprengingum og þessu helsta. Slatti af þekktum leikurum. Michael C. Hall (aka Dexter) smellpassar sem svona siðferðislaus gaur.
0.3 -
2009-10-11 02:23Flickan som lekte med elden (2009)
Stelpan sem lék sér með eldinn segiru... Já, spennandi mynd, en samt ekki jafn góð og fyrri myndin, Karlmenn sem hata konur. Nokkuð góð saga, temmilega twisted...
0.3 -
2009-10-10 21:42
Nokkuð kúl mynd. Ágætlega spennandi... Alltaf gaman af Las Vegas glamúr... Áhugavert að geta talið spil, maður ætti kannski að prófa það einhvern tíman ;)
0.3 -
2009-10-07 01:26
Mjög fyndin mynd - það hefði nú verið skrítið ef hún hefði ekki verið neitt fyndin ;) Hellingur af sprenghlægilegum bröndurum. Góð saga, gott handrit - en nokkuð löng mynd. Hellingur af cameos... þessir gaurar eru greinilega með smá sambönd. Slatti af drama, en samt bara passlega, ekki of mikið.
0.3 -
2009-10-05 20:40
Nett drama með dash af action. Vantaði kannski smá upp á handritið...
0.3 -
2009-10-03 02:43
Ágætist spæjaramynd - nema þetta er um corporate espionage... Ágæt spenna. Twist and turns... hver er að svíkja hvern..? Vantar samt eitthvað... hefði mátt vera meiri "adrenalín spenna".
0.3 -
2009-10-03 02:38Life Is Hot in Cracktown (2009)
Hellingur af þekktum leikurum - andlit sem maður kannast við úr ýmsum bíómyndum eða sjónvarpsþáttum... Áhugaverð sýn á krakk-hverfi og fólkið sem býr þar. Það hefði mátt krydda handritið aðeins, vantaði smá fútt í sögurnar...
0.3 -
2009-10-03 02:34
Mjög fyndin mynd - en dramtísk... Kómísk sýn á að höndla það að þurfa hugsa um foreldra sína... Afbragðs leikarar.
0.3 -
2009-10-03 01:19
Áhugaverð framtíðarpæling - veit samt ekki hvort það sé spennandi tilhugsun að liggja allan daginn og stýra einhverju vélmenni. Ágætt action en meira lagt upp úr spennunni og svona "löggan að leysa málið". Nokkuð töff tæknibrellur.
0.3 September, 2009
-
2009-09-30 17:31
Gott action. Góð spenna. Fullt af þekktum leikurum. Endirinn er reyndar frekar gallaður...
0.3 -
2009-09-30 11:59
Góð spenna... að vissu leyti klassísk 90's mynd. Ágætt handrit/plot en nokkuð fyrirsjáanlegt.
0.3 -
2009-09-30 09:43
Góð mynd. Fínustu leikarar. Myndir um seinni heimstyrjöldina eru oft spennandi og áhugaverðar. Ég las nú ófáar bækur um dönsku mótspyrnuhreyfinguna back in the days...
0.3 -
2009-09-23 01:02
Mjög góð mynd. Nokkuð frumlegt handrit, öðruvísi saga en ég bjóst við. Góð spenna. Gott action - slatti af töff sprengingum, byssubardögum o.s.frv. Flottar og vandaðar tæknibrellur. Flott sviðshönnun, búningar, special effects make-up...
0.3 -
2009-09-15 23:56
Mjög góð mynd. Voða ljúf ástarsaga, nema hún er vampíra ..og hana þyrstir í blóð. Góð saga. Krakkarnir tveir sem léku aðalhlutverkin voru að standa sig nokkuð vel. Alltaf gaman af góðum myndum frá Norðurlöndunum. Það er samt frekar magnað hvað vampírustöff er vinsælt núna...
0.3 -
2009-09-14 01:23
Mjög hæg mynd. Arty - eða svona indie/minimal... Fjallar um IRA gaura í fangelsi - sem fara svo í hungurverkfall. Nokkuð áhugaverð... Nokkrar langar tökur sem voru frekar impressive.
0.3 -
2009-09-14 01:15
Krakkar svona nett í ruglinu. Frá Larry Clark, sem gerði líka Kids - svipað þema, svipaðar persónur... Nettur indie/low budget bragur...
0.3 -
2009-09-13 00:16
Slatti af þekktum leikurum. Drama alveg í gegn. Minnti mig örlítið á Crash - mikið af mismunandi sögum í gangi, gerist í LA... en alls ekki jafn góð. Í fyrri helmingnum var eins og það var verið að byggja upp geðveika sögu, vinna í karakterum... en síðan datt bara botninn úr þessu - endirinn var frekar slappur. Ekki gott handrit - það var kannski einhver góð pæling í þessu en það var ekki unnið nógu vel úr hugmyndinni. Jessica Biel sem strippari var ekki nóg til að bjarga þessari mynd.
0.3 -
2009-09-09 21:28
Fyndin vitleysa. Sýnir nokkuð vel hvað pólitík er mikið bull ;)
0.3 -
2009-09-08 22:11The Last House on the Left (2009)
Klikkað spennandi mynd! Mögnuð mynd. Mjög góð. Vel gerð, vönduð. Gott handrit. Góð keyrsla. Góðir leikarar. Ef maður tekur mark á þessari mynd og Funny Games U.S. þá er ekkert sniðugt að eiga sumarhús við stöðuvatn lengst frá öllu ;) Mér finnst frekar magnað að þessi mynd var tekin upp í Suður-Afríku, hefði aldrei dottið það í hug. Man ekki eftir annarri Hollywood mynd sem er tekin upp í Suður-Afríku.
0.3 -
2009-09-06 00:49Reykjavik Whale Watching Massacre (2009)
Kúl splatter. Mjög góð mynd, góð spenna í gangi. Slatti af svörtum húmor... Nokkuð vel leikin - mikið af skrautlegum persónum. Leit vel út - flott umgjörð. Alltaf skemmtilegt að horfa á vandaðar íslenskar myndir.
0.3 -
2009-09-02 00:06
Mjög kúl mynd. Skemmtilegar og áhugaverðar persónur. Christoph Waltz sló í gegn sem SS gaurinn Hans "the jew hunter" Landa. Góð saga, gott handrit - eins og Tarantino er lagið. Gott action og nokkuð fyndin á köflum. En vá hvað ég þoli ekki gulan texta (e. subtitle) á bíómyndum - það er alveg vonlaust að lesa hann þegar það er ljós bakgrunnur og svo er honum varpað með skjávarpa eða eitthvað þannig að það kemur svona daufur kassi yfir alla myndina. Þá kýs ég frekar hvítan eða gráan texta með svörtum border.
0.3 August, 2009
-
2009-08-25 22:29The Taking of Pelham 1 2 3 (2009)
Kúl mynd. Denzel og Tony Scott eru yfirleitt góðir saman. En þetta er ekki besta mynd þeirra - frekar týpísk, fyrirsjáanleg Hollywood formúlumynd. En maður hefur alltaf lúmskt gaman af New York myndum.
0.3 -
2009-08-22 01:23
Virkilega góð mynd. Michael Mann er snillingur, kann virkilega að meta það sem hann gerir. Örugglega í svona 3.-4. skiptið sem ég horfi á þessa mynd en eftir stutta leit í þessum kvikmyndagagnagrunni sem ég er með hérna fann ég ekki gagnrýni fyrir Collateral. Erfitt að skjóta stjörnum á þetta, hefði pottþétt gefið henni 9 ef ég væri að sjá hana í fyrsta skipti í bíó en þetta var bara á RÚV og ekkert að blasta neitt heimabíókerfi... En já, klassa mynd. Góðir leikarar. Gott handrit. Virkilega kúl action atriði. Flott myndataka - svipað og í Public Enemies, skotið digital, notuð náttúruleg/eðlileg lýsing (það sem er til staðar), steadicam... Gott stöff. Eða hvað, ætti ég bara að setja 9 stjörnur á þetta? Jú, fuck it.
0.3 -
2009-08-20 23:50
Damn, þetta var rugl scary mynd. Hélt manni sko á nálum, eiginlega allan tímann. Nettur adrenalín rússíbani. Gott action líka. Virkilega góð hryllingsmynd, vel gerð. Hún var líka nett ógeðsleg, nasty stuff...
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 16. February, 2025
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.