
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
May, 2021
-
2021-05-01 23:17Captain America: The First Avenger (2011)
Spennandi. Gaman að sjá origin söguna fyrir Captain America – veit ekki alveg af hverju ég sá hana ekki á sínum tíma. Kannski var Marvel hype-ið ekki alveg byrjað og maður var ekki kominn í áskrift þar sem ég held ég sé búinn að sjá allar hinar myndirnar 😉 Hugo Weaving er alltaf góður sem vondi kallinn. Meiri Star Wars fílingur en ég bjóst við.
0.3 April, 2021
-
2021-04-28 00:04
Mjög góð mynd. Spennandi. Fyndin. Brútal – kom eiginlega á óvart hvað það var brútal ofbeldi á köflum. Bob Odenkirk var mjög góður sem algjör harðhaus. En Christopher Lloyd kom líka mjög sterkur inn – geggjaður í sínu hlutverki. Það var líka gaman að sjá RZA þarna. Derek Kolstad skrifaði handritið, en hann skrifaði líka handritin að John Wick myndunum – og það er alveg smá svipað concept í gangi í Nobody. Topp afþreying. Passlega löng.
0.3 -
2021-04-22 00:39
Svakaleg skrímsla-stórslysamynd! Spennandi og góð keyrsla – nóg af sprengingum og eyðileggingu á risastórum skala. Þetta er framhald af myndunum Godzilla: King of the Monsters og Kong: Skull Island – það hjálpar vissulega að vera búinn að sjá þær. Eins og þær myndir er þetta afþreyingar-rússíbani og óþarfi að pæla of mikið í lógík í svona ævintýramyndum 😉
0.3 -
2021-04-19 23:36
Mjög spennandi. Svakaleg stríðsatriði – sérstaklega árásin á Pearl Harbor. Nokkuð þétt keyrsla – hoppað yfir atburði og daga til að komast hratt í aðalefnið.
0.3 -
2021-04-15 23:35
Dramatískur thriller. Ég myndi lýsa stemningunni sem "foreboding vibe". Nokkuð dark & twisted mynd. Lúmskt fyndin inn á milli – svona kaldhæðnis, cynical, svartur húmor. Solid mynd. Vel gerð.
0.3 -
2021-04-14 22:34
Gott rugl. Stundum svakalega mikið rugl. Smá innblástur frá Dumb & Dumber Borat. Sum atriðin voru sérstaklega fyndin. Sum voru meira sjokkerandi. Mjög gaman að sjá "behind the scenes" atriðin í lokinn með credit listanum. #netflix
0.3 -
2021-04-11 23:13
Fjölskylduvænt léttmeti. Létt grín. Súr húmor inn á milli. Hefði geta verið betur leikin. Handritið var svona "la-la". Allt í lagi sem afþreying. Slatti af fólki sem er vant að búa til myndir saman. #netflix
0.3 -
2021-04-07 23:12
Góð sci-fi/ofurhetju-mynd. Kúl action atriði. Vin Diesel er alltaf grjótharður. Töff tæknibrellur. Wilfred Wigans (Lamorne Morris) var mjög gott comic relief. Frekar basic söguþráður/handrit. En fínasta afþreying. #netflix
0.3 March, 2021
-
2021-03-26 22:30
Mjög vandræðaleg og kjánaleg mynd. Stundum voru lögin og lagatextinn jafnvel líka kjánalegur. Frekar lélegt handrit og lélegur leikur. Markhópurinn er líklega ca. 10 ára krakkar. #netflix
0.3 -
2021-03-20 23:10
Áhugaverð hugmynd að bíómynd. Smá skandínavísk "trist" stemning inn á milli. Svo feel-good á köflum. Svo líka rugluð og sorgleg stemning inn á milli. Alls konar drama. Örugglega extra skemmtilegt fyrir fólk sem hefur búið í Danmörku að sjá þessa klassísku dönsku menningu, stemningu og hefðir. En þetta er mögulega smá ádeila á áfengismenninguna í Danmörku.
0.3 -
2021-03-13 01:06
Topp afþreying – gott action og góður húmor. Góð keyrsla. Mikið ofbeldi. Áhugavert concept – twist á Groundhog Day og þannig myndum, með öðruvísi vinkli. Passlega löng. Frank Grillo er töffari og var skemmtilega kærulaus í þessu hlutverki. Svo er Mel Gibson mættur aftur, farinn að leika í fleiri og fleiri myndum.
0.3 -
2021-03-09 23:08Godzilla: King of the Monsters (2019)
Geggjuð skrímslamynd á risastórum skala. Extreme stórslysamynd. Mjög spennandi. En stundum ólógísk hegðun miðað við aðstæður – meikaði ekki alveg sense, jafnvel smá kjánalegt.
0.3 -
2021-03-07 23:37
Örlítið hæg í að byggja upp að aðal spennunni… Flæðið var líka smá stirt – hægt og hratt, hægt og hratt... Handritið hefði í raun getað verið betra. En alveg spennandi. #netflix
0.3 -
2021-03-02 23:05
Spennandi sci-fi mynd. Stundum var tölvugrafíkin aðeins of gervileg – útlit og hreyfingar. Að vissu leyti týpísk/formúlukennd mynd þrátt fyrir að concept-ið sé einstakt. #netflix
0.3 February, 2021
-
2021-02-28 00:40
Miðað við trailer-inn þá bjóst ég við hraðari keyrslu og meiri action. Þar sem myndin heitir The Marksman bjóst ég líka við að hann myndi nýta þá sérstöku hæfileika meira í gegnum myndina. Nokkuð hæg mynd á köflum – bara Liam Neeson og strákurinn að keyra um Bandaríkin og verða meiri vinir 😉 Ákveðnar holur í handritinu – ekki alveg nógu solid. Alveg fín Liam Neeson mynd og spennandi á köflum, en ekki hans besta.
0.3 -
2021-02-24 23:34
Spennandi dystopian action-mynd. Brútal. Alex Garland er greinilega mikið fyrir dystopian framtíðarmyndir.
0.3 -
2021-02-13 23:02
Mjög spennandi – alveg pumpandi adrenalín spenna strax fyrsta hálftímann. Svo mikil örvænting í gangi... klikkaðar aðstæður. Sorglegt. Dramatískt. Ísland er greinilega myndrænni tökustaður en Grænland 😉 Gaman að sjá King Bach í enn einni myndinni 😄
0.3 -
2021-02-06 23:01
Fínasta grín–spennumynd. Góður húmor og gott action. Solid afþreying.
0.3 -
2021-02-03 00:32
Spennandi löggu-thriller. Skemmtileg old-school/90’s stemning – mikið af skemmtilegum 90’s atriðum sem var hugað að upp á útlitið (sviðsmyndina). Takturinn var líka að vissu leyti gamaldags – svona hæg rannsóknarlöggu-mynd. Flottir leikarar – Jared Leto var mjög góður sem psycho týpan. Tónlistin var líka mjög góð – gerði helling fyrir mörg atriði. Endaði öðruvísi en ég bjóst við – skemmtilega hressandi þegar myndir eru ekki of fyrirsjáanlegar. Mjög gaman að sjá loksins bíómynd í kvikmyndahúsi – alltof langt síðan síðast.
0.3 January, 2021
-
2021-01-25 21:37
Mjög skemmtileg mynd. Fyndin. Sniðug saga. Hugljúf. Falleg og vel teiknuð mynd. Gaman að sjá að Trent Reznor & Atticus Ross sáu um tónlistina (að hluta til).
0.3 -
2021-01-18 23:34
Gott action. Spennandi. Áhugavert sci-fi/framtíðar concept. Vantaði kannski örlítið í handritið/söguna. Seinni helmingurinn var ekki alveg eins þéttur og sá fyrri. #netflix
0.3 -
2021-01-14 21:15
Eins og ég bjóst við var þetta ekki æðisleg mynd. Handritið var frekar þunnt. Allt frekar fyrirsjáanlegt. En alveg hægt að hlæja að nokkrum atriðum – mikið silly/crazy í gangi. Sem betur fer mjög stutt mynd.
0.3 -
2021-01-06 22:05
Skemmtilega klikkuð mynd. Eins og í Honest Thief þá var Jai Courtney aftur að leika sleazebag. Fín afþreying.
0.3 -
2021-01-02 23:39
Spennandi mynd. Ekta hlutverk fyrir Liam Neeson. Ágætis leikaraval (casting). Ekki alveg low-budget mynd, en production skalinn var svona í minna falli – ekkert mjög mikið af leikurum. Að vissu leyti klassískt vibe – eins og maður hafi séð svipaðar myndir áður.
0.3 December, 2020
-
2020-12-27 22:38
Fín ofurhetjumynd. Spennandi. Kröftug á köflum – það var meiri kraftur í fyrri myndinni. Wonder Woman er töff karakter. Kristen Wiig kom líka fersk inn – aðeins meira en klassísku grín-týpurnar hennar. Stundum vantaði eitthvað – kannski í handritið eða tempóið. Skemmtilegt 80's vibe, en hefði verið best ef þetta hefði verið WW83 😉
0.3 -
2020-12-21 21:07
Ekki frábær mynd, en ekki hræðileg. Fyrirsjáanleg og klisjukennd, en mjög fyndin inn á milli. Allt í lagi afþreying. Áhugavert að sjá King Bach (Andrew Bachelor) í fleiri og fleiri myndum – það er vissulega verðmætt að fá áhrifavald með meira en 20 milljón fylgjendur til að tala um kvikmyndina þína 😉 #netflix
0.3 November, 2020
-
2020-11-28 22:35
Áhugavert concept. Fyndin inn á milli. Smá hæg á köflum – ekkert svakaleg action keyrsla. Þar sem "Related movies" voru Spy, The Spy Who Dumped Me og Date Night (sem eru allar í uppáhaldi hjá okkur) þá bjóst ég við öðruvísi mynd – meira action og betra gríni. Þetta var meira svona rom-com með drama.
0.3 -
2020-11-20 23:34Borat Subsequent Moviefilm (2020)
Vel ruglað bull. Oft mjög vandræðaleg (cringey) atriði. Alveg sniðugur (clever) húmor inn á milli. En margt svo rangt. Stundum virtist þetta vera lauslega tengdur söguþráður og meira eins og sería af sketsum – en kannski bara svipað og Borat 1. Dóttir hans (Maria Bakalova) var mjög góð í sínu hlutverki. Kom skemmtilega á óvart að þetta var í rauninni um jafnrétti kynjanna. Áhugavert að sjá fullt af fólki á credit-listanum sem COVID Advisor, COVID Compliance Officers o.s.frv. – munum örugglega sjá meira af því í kringum myndir sem eru teknar upp á þessum tímum.
0.3 -
2020-11-16 22:28
Skemmtileg mynd. Fyndin á köflum. Jim Carrey var góð týpa – klassískir taktar hjá honum. Spennandi – ágætlega fjölskylduvænt action. Flottar tæknibrellur.
0.3 -
2020-11-03 23:11
Mjög spennandi frönsk löggu & bófa mynd. Smá ruglingslegt hver er að svíkja hvern. Aðeins of dark og WTF á köflum. #netflix
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 16. February, 2025
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.