
Smá umfjöllun um kvikmyndir sem ég hef séð nýlega… Stutt kvikmyndagagnrýni – ég nenni að skrifa mismikið, fer yfirleitt eftir því hvað mér dettur fyrst í hug – oft bara að hugsa upphátt.
Stjörnugjöf… já, stjörnugjöf er eiginlega svolítið bullshit – ég held að það sé mismikið bakvið stjörnur sem fólk gefur myndum. Hjá mér er það yfirleitt bara gut feeling – hversu skemmtileg/fyndin/spennandi/flott fannst mér myndin. Upplifunin.
Það er ekki eins og ég sé með einhvern ákveðinn skala/staðal eða tékklista – “já, flottur bílaeltingaleikur – 1 stjarna, töff byssubardagi – bætist við 1,5 stjarna…” ;) Síðan getur stjörnugjöfin oft verið svona plús/mínus 1-2 stjörnur.
Hlaðvarp um kvikmyndir
Það er vert að minnast á að ég og Björn erum með hlaðvarp um kvikmyndir sem við köllum Búnir með poppið. Það er hægt að fylgjast með okkur í gegnum Facebook, Twitter og Instagram – og svo auðvitað hlusta á þættina á Spotify, Apple Podcasts, Google Podcasts og öðrum stöðum þar sem fólk hlustar á hlaðvörp.
Sort list by: title | rating | view date ↓
December, 2021
-
2021-12-08 22:29
Spennandi, skemmtileg, quirky og fyndin. Áhugavert prequel fyrir Army of the Dead – léttara yfir þessari, ekki eins ofbeldisfull og miklu minna um zombie stress. Fínasta afþreying. #netflix
0.3 November, 2021
-
2021-11-20 16:04
Gott action. Svakaleg keyrsla. Mjög spennandi. Hélt alveg athyglinni hjá manni.
0.3 -
2021-11-19 23:03
Spennandi. Áhugavert concept. Aðeins of fake umhverfi – svo augljóslega tekið upp í studio. En kannski átti það að passa inn í þessa teiknimyndasögu (comic book) stemningu.
0.3 -
2021-11-17 00:33
Flott mynd. Spennandi og skemmtileg. Áhugaverður nýr heimur/saga sem er verið að kynna. Risastór bardagaatriði eins og svo oft í Marvel myndum. Fullt af flottum leikurum – sumir sem maður hefði ekki endilega séð fyrir sér í ofurhetjumyndum. Löng mynd – sem maður tekur sérstaklega eftir þegar það er ekkert hlé 😉
0.3 -
2021-11-14 23:28
Mjög góð mynd. Spennandi og fyndin. Gott action. Fullt af plot twists. Skemmtilegt leikaraúrval. Big-budget Netflix mynd. Topp afþreying. #netflix
0.3 -
2021-11-13 23:27
Töff stöff. Spennandi. Skemmtilega klikkaðar (brotnar) og quirky persónur. Danskur svartur húmor.
0.3 -
2021-11-11 23:25
Spennandi. Ágætis thriller/action. Stundum var leikurinn/handritið smá off. Ekki topp gæði, en ágætis afþreying. Já, svo heitir þessi mynd "SAS: Rise of the Black Swan" á Netflix til að rugla ekki við Netflix myndina "Red Notice" sem kom líka út á þessu ári. #netflix
0.3 October, 2021
-
2021-10-16 01:14
Ekta Bond mynd með öllu þessu helsta. Töff og spennandi. Dramatísk líka. Bond var sérstaklega berskjaldaður. Slatti af geggjuðum atriðum. Allt leit mjög vel út (töff stíll). Frekar löng. Rami Malek passaði vel inn sem illmennið. Nýja 007 var líka kúl.
0.3 -
2021-10-10 19:29
Mjög skemmtileg mynd. Spennandi og fyndin – góð blanda. Töff action atriði og flottar tæknibrellur. Sniðugt concept að sögu í kringum battle royale og open world leiki – slatti af streamer cameos úr þeim heimi. Líka Hollywood leikarar með cameos. Margar skemmtilegar vísanir í hina ýmsa tölvuleiki. Áhugaverðar pælingar í kringum leikjahönnun, gervigreind og "simulation hypothesis" – jafnvel heimspekilegt á köflum.
0.3 September, 2021
-
2021-09-25 01:25Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings (2021)
Örlítið öðruvísi Marvel mynd – smá asísk goðafræði (mythology) og slatti af kung fu. Öðruvísi ævintýraheimur en margar Marvel myndir, en það var alveg smá tenging við aðrar Marvel myndir. Slatti af húmor – Awkwafina og Ben Kingsley sáu aðallega um það. Flott bardagaatriði – bæði kung fu „dansarnir“ og stóru Marvel bardagarnir.
0.3 -
2021-09-21 23:35
Mögnuð mynd! Virkilega falleg. Algjört listaverk. Tónlistin var svakaleg – skapaði magnþrungna stemningu. Spennandi og áhugaverð mynd. Fullt af geggjuðum leikurum. Epísk tragedía full af mystík. Mjög vönduð kvikmynd.
0.3 -
2021-09-19 15:27Hitman's Wife's Bodyguard (2021)
Ekki eins góð og fyrri myndin. Handritið hefði geta verið betra. En fínasta afþreying. Alveg spennandi og fyndin.
0.3 -
2021-09-11 23:26
Spennandi mynd. Leit vel út – töff visuals. Brútal action atriði. #netflix
0.3 -
2021-09-07 23:25
Mjög spennandi. Grípandi keyrsla. Klikkuð skrímslamynd. Gott action. Nokkuð gott plot. Áhugavert concept. Með betri kvikmyndum sem ég hef séð undanfarið í gegnum streymisþjónustur. Skemmtilegt að greinilega slatti var tekinn upp á Íslandi – fullt af Íslendingum á credit listanum.
0.3 August, 2021
-
2021-08-30 22:23
Fyndin mynd – skemmtileg vitleysa. Lil Rel Howery er að poppa upp í fleiri og fleiri myndum – frekar vinsæll. John Cena er oft góður í svona kjánalegum (goofy) hlutverkum.
0.3 -
2021-08-28 14:43
Spennandi teiknimynd – jafnvel stundum aðeins of spennandi/dramatísk fyrir yngstu sálirnar. Fyndin inn á milli. Mjög flott tölvugrafík – miklu meira production value heldur en í sjónvarpsþáttunum. Smá Batman stemning, sem var töff – sérstaklega græjurnar hjá Kappa.
0.3 -
2021-08-07 21:44
Góð 90’s nostalgía. Fyndin, en líka kjánaleg. Gaman að sjá alla þessa leikara tiltölulega snemma í ferlinum sínum.
0.3 -
2021-08-07 01:05
Virkilega skemmtileg mynd – topp afþreying. Mikið grín og glens – meira en ég bjóst við. Mikið bull og súr húmor – James Gunn virðist vera mikið fyrir súran húmor. Þetta er í raun mjög ofbeldisfull grínmynd. Gott action – leit vel út, flottar tæknibrellur. Miklu betri en fyrri Suicide Squad myndin. Harley Quinn (Margot Robbie) er alltaf í upphaldi – skemmtilega klikkuð og fyndin, gerði mjög mikið fyrir myndina. Ég væri til í að sjá meira af Bloodsport (Idris Elba) – magnaðar byssur sem hann var að púsla saman.
0.3 July, 2021
-
2021-07-26 21:06
Skemmtilegt concept – sniðugt twist á Freaky Friday hugmyndinni. Góð áskorun fyrir leikarana að breyta svona mikið um týpu – kom vel út. Fyndin og spennandi – alveg brútal á köflum.
0.3 -
2021-07-14 23:37
Geggjuð mynd. Mjög spennandi. Ekta Marvel action – alltof langt síðan ég sá Marvel mynd síðast í bíói. Solid keyrsla – klikkaðar tæknibrellur. Vel gerð og flott mynd.
0.3 -
2021-07-04 23:08
Mjög týpísk Fast & Furious mynd – en ekki sú besta. Bjóst við þéttari keyrslu og aðeins meiri „rússíbana“. Skemmtileg action atriði inn á milli, risastór og ýkt í F&F stílnum – svo datt tempóið alltaf smá niður. En þetta er orðið svolítið eins og B-mynd þar sem maður skemmtir sér og hlær að því hvað þetta er fáránlegt og kjánalegt. Þannig að þetta er fínasta afþreying.
0.3 June, 2021
-
2021-06-10 00:28
Mjög spennandi og stressandi mynd. Maður var alveg á nálum og brá alveg nokkrum sinnum. Tónlistin og hljóðið ýtti undir stressið og mjög skemmtilegt hvernig var spilað með þegar það var lítið eða alls ekkert hljóð. Góð saga og handrit. Mjög vel leikin – fullt af fínum leikurum. Þetta var meiri skrímslamynd heldur en fyrri myndin – þar sá maður miklu minna af skrímslunum og það var meiri spenna í kringum óvissuna. Það var gaman að fræðast meira um hvernig þetta byrjaði, þegar skrímslin komu fyrst.
0.3 May, 2021
-
2021-05-26 23:58
Töff mynd. Spennandi – mjög spennandi á köflum. Fínasta action. Skrautlegar persónur. En sum samtöl hefðu getað verið eðlilegri (meira smooth) – handritið hefði geta verið betra. En kannski er það bara viðeigandi að zombie myndir séu almennt nokkuð heilalausar ;) Áhugaverðir uppvakningar (zombies) – smá parkour stemning. Löng mynd. #netflix
0.3 -
2021-05-26 23:56
Spennandi mynd. Áhugavert concept. Dark og „hrá“ kvikmynd. Solid action atriði inná milli. Blake Lively var mjög góð – áhugaverð og skemmtileg karakterþróun í gangi. #netflix
0.3 -
2021-05-18 23:25
Töff mynd. Spennandi og svakaleg action atriði. Jason Statham var grjótharður eins og alltaf. Hann var sérstaklega alvarlegur og einbeittur (determined) í þessari mynd. Hann er oft glettilega fyndinn og með góða frasa, en núna var hann skiljanlega mjög reiður. Tónlistin var geggjuð – skapaði mjög góða stemningu (spennu). Ekki hefðbundin Guy Ritchie mynd – ekki eins mikið af skrautlegum persónum og hnyttnum samtölum. En mjög solid spennumynd.
0.3 -
2021-05-16 23:20
Quirky mynd. Fyndin. Fullt af þekktum leikurum og tónlistarfólki. Áhugavert zombie grín. Mjög hæg mynd og mikið af löngum samtölum miðað við aðrar zombie myndir.
0.3 -
2021-05-15 23:19
Skemmtileg og spennandi mynd. Fín saga. Leit vel út – flott mynd. Hugljúfur Disney endir.
0.3 -
2021-05-13 23:21
Spennandi. Ágætis plot. Joel Kinnaman ungur og saklaus. Hressandi skandínavískur krimmi. Endirinn var, svona.. takmarkaður. Enda voru gerðar tvær myndir í viðbót.
0.3 -
2021-05-10 00:41
Geggjuð nostalgía – þessar helstu persónur og þessir helstu frasar úr tölvuleiknum. Ekki beint vel leikin og handritið mjög takmarkað, en myndin bætti upp fyrir það með nóg af flottum bardagaatriðum. Myndin var brútal eins og leikurinn – ýktar blóðslettur o.s.frv. Fínasta afþreying fyrir fólk sem spilaði tölvuleikina.
0.3 -
2021-05-02 23:39Tom Clancy's Without Remorse (2021)
Mjög spennandi mynd. Svakaleg action atriði. Ágætis plot. Michael B. Jordan var grjótharður. Það var skemmtilegt að það voru nokkrar vísanir í restina af Tom Clancy heiminum. Svo var það Jónsi (úr Sigur Rós) sem sá um tónlistina – bjóst ekki við því.
0.3
← previous 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 next →
List generated by WP Movie Ratings.
Síðast uppfært 16. February, 2025
þú ert aldeilis fljótur að skrifa um American Gangster. My man, ég er sammála þér með myndina. Töff stöff.
Vei, fyrsta kommentið hérna :)
Já, maður reynir að hafa þetta eins ferskt og hægt er :)
Það er kosturinn við þetta setup – ég hendi bara upp einhverju stuttu review, skelli á þetta einhverjar stjörnur (bara svona gut feeling) og þá er það komið. Ekkert að tefja mig á óþarfa blaðri eða djúpum pælingum.
mér finnst of mikið af myndum hér með of litlum fresti – horfir of mikið á myndir
hehe… já, sorry – ég skal horfa á færri myndir ;) Væri ein á mánuði of mikið?
En þetta er svona – ég hata ekki að horfa á bíómyndir… I loves it :)
ein á mánuði ef hún er á bíórásinni
Já ég fór með alltof miklar væntingar á Max kallinn. Myndin var alveg töff en sagan samsvaraði sér alveg ferlega illa. Þetta lyktar eins og gömul skinka.
Öflugur að halda utan um myndirnar sem þú sérð! ;) Nice. Sammála Star Trek umfjölluninni. Frábær mynd! Og hei, líka sammála um Angels and Demons. Ólíkt Da Vinci Code fannst mér myndin betri en bókin.
Takk. Já, mér fannst kominn tími til að hafa smá yfirsýn yfir þær myndir sem ég horfi á þar sem ég horfi á örlítið fleiri en 2 myndir á ári ;)
Já, síðan var líka gaman að sjá í Angels & Demons hvað sumir hlutir voru allt öðruvísi en maður var búinn að ímynda sér þegar maður las bókina :)
Hot Rod: 10*?
Ég hefði smellt 8*.
Jú, skil þig – þegar ég horfði á hana aftur einn þá var þetta ekki alveg eins mikil snilld, en samt fáránlega fyndin. En þegar ég horfði á hana fyrst þá skemmti ég mér alveg konunglega – það var kannski bara stemmningin að horfa á þetta wit da boyz. 10 stjörnur þýðir alls ekki að mér fannst þetta einhver Óskarsverðlaunamynd…
En annars eru þessar stjörnugjafir engan veginn heilagar – oft bara nánast eitthvað skot út í loftið ;)
Jæja Nesi, ég er mjög spennt að lesa hvað þú hefur um Shutter Island að segja. Koma svo! Í bíó með þig! ;)
hehe, úff… bara pressa :) Já, ég er svona ennþá að vega og meta hvort ég ætli að sjá Shutter Island í bíó. En ætli maður verði ekki að tékka á þessu, Scorsese stendur alltaf fyrir sínu.