
Eins og ég gerði í fyrra þá langaði mig að stuttlega taka saman nokkur eftirminnileg atriði fyrir 2021.
Brúðkaupið
Efst á baugi er þegar við Birna giftum okkur í Hallgrímskirkju 💞 Þetta var Covid brúðkaup þar sem aðeins þau nánustu gátu verið með okkur í kirkjunni, en þetta var æðislegur dagur. Við bíðum svo spennt eftir því að það gefist rými og frelsi til að halda brúðkaupsveislu.

Eldgosið
Jarðskjálftarnir snemma á árinu fóru ekki framhjá mörgum. Það var mikið verið að vinna heima þegar allt nötraði reglulega og svo bara á ýmsum tímum sólahringsins. Eftir margar vikur af skjálftum gerðist loksins eitthvað – og stór hluti af þjóðinni fór að skoða eldgosið við Fagradalsfjall.
Fyrsta ferðin mín þangað var gangandi, 4 dögum eftir að gosið hófst. Svo fór ég í tvær þyrluferðir að skoða gosið – fyrst á afmælisdegi Anítu og svo með CCP.
Nýtt starf
Um vorið hætti ég hjá CCP eftir 3 ár í growth teyminu þar til þess að byrja hjá Smitten sem Chief Growth Officer. Stefnumóta-appið Smitten er geggjuð vara sem er búin að taka yfir Ísland og það er virkilega spennandi að vinna í að taka þessa vöru til annarra landa – leyfa fleirum að upplifa skemmtilegasta deiting appið 😄
Ég er búinn að prófa alls konar nýtt og læra helling nú þegar – m.a. fara í útvarpsviðtal í fyrsta skipti 😉 Við vorum að spjalla um Smitten hjá K100 og Bylgjunni.
Dróna-draumur
Langþráður draumur rættist þegar Birna gaf mér dróna í afmælisgjöf 🥰 Ég á eftir að æfa mig meira + vonast eftir hagstæðari veðurskilyrðum þegar fer að vora.


Ljósmyndasýning
Ég hélt mína fyrstu einkasýningu í ágúst eftir að vera búinn að hugsa um að gera það í mörg ár. Ég var í raun búinn að vera að safna í þessa sýningu í meira en 10 ár (þegar ég byrjaði að taka myndir af klósettum að gamni). Ég ætlaði fyrst að halda hana 2020 – var búinn að bóka sýningarrýmið og búinn að undirbúa helling en þurfti að fresta henni út af Covid bylgju sem kom stuttu áður en ég ætlaði að sýna.
Það var geggjað gaman að fara út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt – maður lærir helling af því að gera eitthvað í fyrsta skipti. Það mætti fullt af fólki – bæði fólk sem ég þekki og random fólk af götunni (mikið af mis-ráðvilltum túristum). Mikið af fróðlegum samtölum – m.a. um að þótt þetta sé óhefðbundið viðfangsefni þá fannst fólki þetta furðu áhugavert og skemmtileg sería 😄
Ég var svo heppinn að vera beðinn um að koma í viðtöl hjá Bylgjunni og Rás 1 til að spjalla um klósett og ljósmyndir 🙏
Kenndi hjá Akademías
Ég var beðinn um að vera gestakennari í námsbraut hjá Akademías og Digido. Námsbrautin nefnist Viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur og ég var fenginn til að taka fyrir bestun á eigin miðlum (m.a. leitarvélabestun). Það er alltaf gaman að miðla af sinni reynslu og þekkingu – og spjalla við áhugasamt fólk um það sem ég hef ástríðu fyrir 😄

Fór til útlanda í fyrsta skipti í 2 ár
Ég fór til Sardiníu haustið 2019, en svo var ekkert um utanlandsferðir. Fyrr en núna síðsta haust þegar ég fór tvisvar til útlanda með Smitten – til Kaupmannahafnar fyrir vinnustofu & rannsóknarvinnu og svo til Helsinki út af Slush ráðstefnunni (sem var mitt fyrsta skipti í Finnlandi).


Búnir með poppið
Við Björn héldum áfram að fara í bíó (eins og aðstæður leyfðu) og tókum upp 8 þætti af hlaðvarpinu Búnir með poppið.
Núna í byrjun árs tókum við upp langan þátt (miðað við aðra þætti hjá okkur) þar sem við tókum fyrir kvikmyndaárið 2021.
Sá fullt af kvikmyndum
Í Covid horfir maður á fleiri kvikmyndir heima heldur en maður myndi venjulega gera… Árið 2021 horfði ég á allt í allt 60 myndir. Allt skrásett í gagnagrunninn minn með stjörnugjöf og stuttri umsögn.
Miðað við undanfarin ár er þetta rétt undir meðaltali.

Þær myndir sem stóðu upp úr þetta árið:
9 stjörnur
8 stjörnur
- Soul
- Greenland
- Promising Young Woman
- Midway
- Godzilla vs. Kong
- Nobody
- Captain America: The First Avenger
- Tom Clancy’s Without Remorse
- Wrath of Man
- A Quiet Place Part II
- Black Widow
- The Suicide Squad
- The Tomorrow War
- Free Guy
- Red Notice
- The Matrix Resurrections
Alveg hellingur af myndum sem fengu 8 stjörnur 😮 Töluverður munur á 2020 þegar ég gaf bara 4 myndum 8 stjörnur.
Hress 2021

Eins og ég er búinn að gera síðan 2005 safnaði ég smám saman allt árið í tón-lista með hressum lögum. Eins og undanfarin ár er Hress 2021 listinn á Spotify – 33 lög (2 klst. og 14 mín), en af einhverjum ástæðum get ég ekki lengur spilað 2 lög af listanum 😕
Spotify Wrapped tölfræði
Talandi um tónlist, það er gaman að skoða tölfræðina frá Spotify – sérstaklega til að skrásetja og bera saman við næstu ár. Ég á eftir að gá betur hvort ég geti ekki grafið upp hvað ég hlustaði á mikið af tónlist undanfarin ár, en 2021 hlustaði ég víst á 32.919 mínútur. Það er meira en 82% af notendum á Íslandi 🤓

Það mætti halda að ég kunni að meta house tónlist 😂

Spotify Wrapped samantektin:

Hljóðbækur eru geggjaðar
Ég er minna í því að setjast niður og gefa mér tíma til að lesa bók eftir bók. Að hlusta á hljóðbækur á meðan ég er að gera eitthvað annað hentar mér miklu betur.
Eins og í fyrra þá hlustaði ég á fleiri bækur en ég hefði gert þökk sé Northstack bókaklúbbnum. Ég kláraði 5 bækur, en komst langleiðina með 7 bækur.
Bækurnar sem ég kláraði:
- Emotional Agility: Get Unstuck, Embrace Change, and Thrive in Work and Life
- Obviously Awesome: How to Nail Product Positioning so Customers Get It, Buy It, Love It
- Ask Your Developer: How to Harness the Power of Software Developers and Win in the 21st Century
- Think Again: The Power of Knowing What You Don’t Know
- The Cold Start Problem
Bækur sem ég á eftir að klára:
- Empowered: Ordinary People, Extraordinary Products
- Being Mortal: Medicine and What Matters in the End
- Under a White Sky: The Nature of the Future
- The Brain’s Way of Healing: Remarkable Discoveries and Recoveries from the Frontiers of Neuroplasticity
- Mission Economy: A Moonshot Guide to Changing Capitalism
- The Book You Wish Your Parents Had Read (and Your Children Will Be Glad That You Did)
- Blitzscaling: The Lightning-Fast Path to Building Massively Valuable Companies
Ég hlustaði á The Cold Start Problem af því að þetta umræðuefni (network effects) er svo viðeigandi fyrir stefnumóta-app eins og Smitten – varan verður s.s. verðmætari með hverjum nýjum notanda, en það skapar líka vandamál í byrjun (cold start problem) þegar það er ekki nógu mikið af notendum.
Svo reyndar byrjaði ég á einni „alvöru“ bók sem ég á eftir að fletta meira í gegnum: Whitesands.
Þá er það skrásett og skjalfest 😄 Þetta var heldur betur viðburðaríkt og skemmtilegt ár. Alls konar nýtt, alls konar hefðir.
Takk fyrir að lesa 🙏
Síðast uppfært 31. May, 2023
Leave a Reply