Iceland Airwaves 2012 er byrjað! Fyrsta stoppið var fyrir utan Iðnó. Nokkrir úr vinahópnum ætluðu að tékka á tónleikunum hjá Pascal Pinon og Sóley þannig að þetta hljómaði eins og góður staður til að byrja. En þegar ég mætti var nokkuð löng fyrir utan. Það liðu reyndar 1-2 mínútur þangað til ég áttaði mig á að Hlynur væri fyrir framan mig í röðinni ;) Við biðum þarna í smá stund, svo bættust við Lalli, Sigga, Kristín og Sara. Röðin var ekkert að hreyfast – húsið fullt.
Smátt og smátt beiluðum við á þessu og fórum á Þýska barinn. Þegar ég mætti tók Katrín heimsflakkari á móti mér. Óttar mætti svo stuttu seinna. Á Þýska sá ég Gabríel ásamt gestum (Opee, Unnsteinn, Valdimar…) – nokkuð gott. Bjössi slóst ferskur í hópinn okkar. Næst var það norska hljómsveitin Highasakite – ágætis stöff, alveg hægt að dilla sér, en ekkert brillíant. Eftir það kom Þórunn Antonía (og Berndsen) – frekar stutt sett, en fjörugt.
Svo var það lokaatriði kvöldins, Ásgeir Trausti (og félagar) – hugljúfir tónar, fínasta leið til að enda day one af Iceland Airwaves ’12.
Hér eru svo nokkrar (útvaldar) myndir sem ég tók:
Síðast uppfært 11. August, 2013
Leave a Reply