Ég gaf The Expendables 9 stjörnur, enda var þetta algjör snilld – ég gef ekki mörgum myndum 9 stjörnur. Smá brot úr kvikmyndagagnrýninni minni:
Þvílík snilld! Þvílíkar sprengingar! Þvílíkt testosterón! Þetta er alveg mögnuð mynd. Annað eins safn af vöðvabúntum, hasarhetjum og harðhausum hefur ekki sést.
Nú er framhaldið væntanlegt, The Expendables 2 og það eru allar líkur á að þetta verði eitthvað rosalegt. Alla vega miðað við þetta sýnishorn/trailer sem var að detta á Netið:
Ég hlakka mikið til að sjá þessa. Það gæti jafnvel verið að maður sjái hana í lúxussali í góðra vina hópi, það væri snilld.
(via @bearjay / bjorn.jonsson.35)
Leave a Reply