Birna kom með hugmynd um daginn – samfélagsvefur þar sem fólk deilir uppskriftum og fylgist með öðrum (fólk sem er að deila uppskriftum sem þú fílar). Við erum búin að vera pæla í þessu smá – hvernig best væri að útfæra þetta, finna nafn á þetta og svona… Það er ekki auðvelt að finna sniðugt nafn þar sem .com lénið er laust ;) En við völdum nafnið Reciary, myndað úr orðunum recipe og diary – þetta er uppskrifta-dagbókin þín :)
Í síðasta mánuði tók ég eftir keppni, Lean Challenge 2012. Mér fannst upplagt að senda Reciary inn í þessa keppni. 10. apríl opnuðu þeir fyrir atkvæðum og getur fólk bara kosið í gegnum Twitter. Það þarf að nota ákveðið “hashtag” til þess að kjósa hugmyndina sem þú vilt að vinni.
Það er mikið í húfi – verðmæti vinninganna er samtals yfir $61,000! Þannig að það væri frábært ef þú gætir hjálpað okkur með því að pósta á Twitter smá skilaboðum sem innihalda “#leanvote2012-14” (án gæsalappa). Það er hægt að nota Tweet takkann á kosningasíðunni hjá hugmyndinni okkar (þar sem stendur “Hannes – #leanvote2012-14 – Reciary is a social network where people can share recipes, be inspired by others and themselves by looking back.”).
Þessi Tweet takki ætti líka að virka:
“Retweets” telja líka sem atkvæði og þú getur RTað þetta tíst.
Það er hægt að kjósa út 25. apríl (miðnætti á CST tímabeltinu sem mér skilst að sé 6 tímum á eftir okkur).
Fyrir þá sem vilja prófa Reciary þá erum við búin að setja upp “beta” útgáfu af Reciary á reciary.is :)
Síðast uppfært 1. May, 2012
Leave a Reply