Ég var að keyra heim í gær eftir að hafa séð Contraband og mér sýndist ég sjá norðurljós á himninum. Þegar ég kom heim var ég á bílastæðinu í smá stund að horfa á þessu mögnuðu norðurljós. En svo dreif ég mig upp á þak með þrífótinn og myndavélina.
Þegar ég var kominn upp á þak og búinn að setja allt upp voru norðurljósin ekki alveg eins mögnuð og stuttu áður. En ég náði samt nokkrum fínum skotum af þeim. Fisheye linsan er oft góð þegar ég er að taka myndir af norðurljósum – maður nær að grípa svo mikið af himninum :)
Þetta var frekar magnað kvöld – maður er búinn að sjá nokkra myndir sem fólk var að taka þetta kvöld og það er mikil ljósadýrð. Þær eru reyndar margar teknar aðeins fyrir utan borgina. Þessi aukna norðurljósa-virkni hefur líklega eitthvað með sólargosið að gera.
Leave a Reply