Trailer-inn fyrir Contraband:
Já, ég verð að tékka á þessu… lítur út fyrir að vera frekar klikkuð mynd – aðeins meira action, meiri keyrsla heldur en í Reykjavík-Rotterdam. Hún var samt algjör snilld, gaf henni 8 stjörnur og sagði á kvikmyndasíðunni minni:
Mjög töff íslensk action mynd. Virkilega vel gerð. Gott handrit og góðir leikarar. Mjög spennandi á köflum. Ég vil fá fleiri svona íslenskar myndir…
Fullt af flottum leikurum. Baltasar er alveg að meika það… verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Allar líkur á að hann sé bara rétt að byrja feta sig í Hollywood.
Síðan virðist Ólafur Darri Ólafsson líka vera í þessari mynd – honum bregður þarna fyrir í sýnishorninu.
Aldrei að vita nema maður skelli sér á Contraband um helgina.
Leave a Reply