Drekka nóg. Það er alla vega það sem persónulegi hjúkrunarfræðingurinn minn segir eiginlega alltaf – sama hvort ég er með kvef, hita, hálsbólgu eða eitthvað annað.
Maður verður að muna að drekka nóg af vatni – hjálpar að hreinsa þetta vesen út, líkaminn er á fullu að vinna og þarf meiri vökva en vejulega. Heitt te getur líka verið gott.
Ég er búinn að vera veikur núna í 2 daga. Frekar skrítið – byrjaði sem magaverkir, ógleði og engin matarlyst. En síðan er ég líka með eitthvað skrítið í hálsinum/lungunum (leiðinlegur hósti, stingir) og svona klassískt hausverkur, hiti og smá beinverkir.
Ég var kannski ekki alveg nógu duglegur að drekka í gær – hafði í raun ekki mikla krafta til að fara alltaf og ná í glas af vatni. En ég er búinn að vera nokkuð duglegur að drekka vatn og te í dag og virðist vera að hrista þetta af mér.
Skál í botn!
Leave a Reply