Fyrir tæpum tveim mánuðum keypti ég Everyday app-ið. Ég er búinn að fylgjast lengi með Noah Kalina – hann er einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum – og mér finnst Everyday verkefnið hans nokkuð skemmtilegt/áhugavert.
Þannig að mig langaði til að prófa að gera svona myndband (time-lapse video) af mér yfir nokkurn tíma.
Hérna er fyrsti mánuðurinn – 21. mars 2011 til 22. apríl 2011:
Frekar stutt… ég þarf að taka mynd af mér á hverjum degi í nokkra mánuði í viðbót til að geta búið til aðeins áhugaverðara myndband ;)
Já, ég notaði Vimeo app-ið til að skella title credits á þetta og tónlist undir. Ótrúlegt hvað maður getur gert með iPhone ;)
Bjössi says
Þetta er algjörlega stórbrotið!
Hannes says
Já, stórbrotið listaverk segir þú? Bíddu bara þangað til að “Ár af Hannesi” kemur út ;)