Áður en við Birna skelltum okkur í Eurovision-partý röltum við smá um miðbæinn. Við skoðuðum mismunandi menningu á Alþjóðadeginum hjá Ráðhúsinu – ég keypti mér mjög flottan handmálaðan bol til styrktar Japan. Síðan litum við inn í Kolaportið þar sem ég keypti How To Make Friends með FM Belfast (Kimi Records voru með bás). Að lokum fórum við í Hörpu, tónlistarhúsið fræga – mjög flott, hlakka til að mæta á skemmtilega viðburði þar (t.d. Iceland Airwaves).
Ég tók nokkrar myndir á símann – hann hefur eiginlega tekið við sem myndavélin sem ég nota í götuljósmyndun. Svo hentugt, ég er alltaf með hann við höndina.
Já, ég er að senda þessa færslu úr símanum (nota WordPress app-ið). Aðeins að prófa, myndirnar koma líklega ekki í fullri upplausn. Þarf að skoða hvort ég geti ekki reddað því.
Uppfært: Ég fiktaði smá í þessu og fann út hvernig ég gat sett inn stórar myndir. Bara upload-a þeim í Original Size og nota síðan gallery shortcode til að birta thumbs af myndunum.
Leave a Reply