Byrjaði kvöldið á off-venue tónleikum á Hressó – Think About Life sem við náðum ekki að sjá á Nasa (sjá: fáránlega löng biðröð). Virkilega hress hljómsveit – gott stöff. Hefði alveg viljað sjá tónleikana á Nasa. Ég held að á Airwaves 2011 þá ætla ég ekki að taka neina sénsa – helst bara planta mér á einum stað og ekki hreyfa mig.
Síðan hoppaði maður á American Style til að fá sér smá að borða áður en maður skellti sér á Listasafnið. Þar var víst einhver töf… Bang Gang byrjaði svo, ca. 40 mínútum á eftir áætlun. Barði svona nett súr eins og alltaf :) Næst voru það Tunng – jolly rock punktaði ég hjá mér.
Svo var það Bombay Bicycle Club næstir upp á svið. Gott stöff. Fínasta tónlist. En að lokum (á Listasafninu a.m.k.) var það stærsta atriði Iceland Airwaves ’10 – Robyn. Salurinn tæmdist töluvert eftir Bombay Bicycle Club (kannski var fólk að flykkjast á Hercules & Love Affair?) þannig að maður náði að troða sér nokkuð framarlega… síðan beið maður eftir að partýið byrjaði. Gott stuð hjá Robyn, hélt uppi mjög góðri stemningu.
En Robyn er alveg skuggalega lítil… hún var samt á klikkuðum klossum. Mér fannst eitthvað skrítið þegar rótarinn var að prófa hljóðnemann og hann þurfti að beygja sig töluvert niður til að ná í hann, en það var víst passleg hæð fyrir Robyn. Ég er sáttur með að hún tók cover af Cobrastyle (með sænsku hljómsveitinni Teddybears) – gífurlega hresst lag (enda á Hress 2007).
Já, síðan fékk hún sér banana í miðjum tónleikum – um að gera að fá smá næringu eftir að hafa dansað um allt sviðið. En það er skandall að fólk hafði ekki metnað/þolinmæði til að klappa hana upp – ég er á því að hún hefði alveg verið til í að taka 1-2 lög í viðbót. Rótarinn kom og lagaði hljóðnema-snúruna, hann hefði ekki gert það ef þeir voru bara að fara að pakka saman. Fólk var kannski að flýta sér of mikið á næsta stað? En ég meina, stærsta atriðið á Airwaves 2010… ég bjóst alla vega fastlega við uppklappi.
Eftir Robyn skellti maður sér á Nasa þar sem maður hlammaði sér í leðursófa aðeins til að slaka á. En það var ekki mikið að gerast á Nasa þannig að maður skellti sér á Venue. Þar var einhver töf á dagskránni… XXX Rottweiler voru víst á leiðinni upp á svið þótt þeir hefðu átt að byrja fyrir klukkutíma. Rottweiler hundarnir ná alltaf að pumpa upp stemninguna – þótt þeir séu nokkurn veginn yfirleitt með sama prógrammið. Mér fannst reyndar aðeins meiri stemning í fyrra.
Síðan var það hljómsveitin sem ég var aðallega að bíða eftir: Jungle Fiction – algjör snilld. Fáránlega góð stemning. Virkilega góð keyrsla. Þessir gaurar eru svona ca. 19 ára – rétt að byrja… þeir eiga eftir að verða HUGE. Þeir eru að spila ákkúrat raftónlist sem ég fíla í tætlur – hratt og hart elektró.
Næst tékkaði ég á þýska plötusnúðinum Shumi á Apótekinu (ekki mikið annað í gangi af Airwaves dagskránni). Aðeins of sveitt til að vera þarna einn… þannig að ég fór á Bakkus og svo á Kaffibarinn til að hitta eitthvað af crew-inu.
Hellingur af myndum, photos, billeder, fotografen..:
Leave a Reply