Snilld! Iceland Airwaves er byrjað aftur… Þetta er það besta sem gerist á hverju ári á Íslandi. Það liggur við að maður segi að Iceland Airwaves sé mitt Ramadan/Yom Kippur/páskar… þetta er svo mikil snilld. Þetta er heilög hátíð.
Fyrsti dagurinn var mjög góður – góð byrjun á þessari snilldar tónlistarhátíð. Henti mér bara strax á Nasa þar sem Benny Crespo’s Gang voru að fara byrja. Við lentum reyndar í smá biðröð en hún hreyfðist ágætlega – biðum bara í svona 15 mínútur (I’ve had worse). Síðan var það Bloodgroup sem voru að gera góð hluti – fínasta elektró. Öll lögin voru kannski ekki 100% algjör snilld, en mörg virkilega góð.
Næst var það Agent Fresco sem eru í harðari kantinum, en samt nokkuð melódískir. Það myndaðist smá mosh pit. Góður kraftur í gangi. Mammút voru síðust á svið. Fínasta rokk. Góður endir á góðu kvöldi. Virkilega spenntur fyrir tónleikaveislunni næstu daga… þetta er rétt að byrja!
Ég var auðvitað með IXUS myndavélina með mér og smellti af nokkrum ljósmyndum. Tók líka nokkur video… ætli ég reyni ekki að sjóða saman smá Airwaves collection við tækifæri.
Photos, baby! Day 1. Check it:
Leave a Reply