Ég er að lesa bókina Linchpin eftir Seth Godin. Ekki búinn með hana en þetta er mjög áhugaverð bók, fullt af góðum punktum og mikið sem maður er innilega sammála. Hún fjallar um að það er í rauninni ekki nóg bara að mæta snemma í vinnuna og fylgja reglunum.
Maður þarf að vera listamaður (hans skilgreining á hvað er að vera listamaður: somebody who does “emotional work”), hugsa sjálfstætt, gera aðeins meira en nákvæmlega það sem er ætlast til þín, bæta við smá “personal touch”… Þú átt ekki að vera með einn persónuleika í vinnunni og allt annan heima/annars staðar.
Einn punktur sem ég þarf að minna mig reglulega á er að vera ekki að fikta og föndra af óþörfu (eins og t.d. með þessa blogg-færslu) – bara dúndra hlutum út eins fljótt og hægt er. Það er alltaf hægt að bæta hlutina, þetta þarf ekki að vera fullkomið. Það er m.a. vitnað í Steve Jobs sem sagði víst: “Real artists ship”.
En á bls. 36 er virkilega góður brandari – ég hló alla vega í svona 5 mínútur þegar ég las þetta :)
Go to a McDonald’s. Order a Big Mac. Order a chocolate milkshake.
Drink half the milkshake.
Eat half the Big Mac.
Put the Big Mac into your milkshake and walk up to the counter.
Say, “I can’t drink this milkshake … there’s a Big Mac in it.”
The person at the counter will give you a refund. Why? Because it’s easier to give her a rule than it is to hire people with good judgment. The rule is, “When in doubt, give a refund.”
Mér fannst fáránlega fyndið að ímynda mér að troða Big Mac ofan í mjólkurhristing. Hlæ ennþá að þessu :)
Síðast uppfært 23. January, 2011
mpl says
já ég held það sé alveg á hreinu að þú þarft að slaka á þegar kemur að því að setja út blöög og árslista. gengur ekki að vera með þetta á draft í marga mánuði bara til að lesa þetta yfir aftur og aftur.
Hannes says
Jebb, jebb… ég er að reyna bæta mig :)