Fyrir nokkru sá ég að Matt Mullenweg (gaurinn bakvið WordPress) var búinn að gefa út beta útgáfu af community tagging viðbót sem hann hefur verið að nota á sinni eigin síðu. Mér fannst hugmyndin nokkuð sniðug, að geta merkt/taggað myndir svipað og á Facebook (og Flickr og Picasa). Þegar ég setti þetta fyrst upp (version 0.1) þá var þetta ekki alveg að virka þannig að ég henti því út. En núna nýlega gaf hann út version 0.3 sem er ennþá beta en virkar samt aðeins betur. Ég fékk þetta alla vega til að virka nokkurn veginn hérna á síðunni.
Þannig að fólk ætti að geta taggað myndir sem ég er búinn að setja inn í galleríið. Formið lítur svona út:
Þetta er samt allt í prófun hjá mér, á eftir að fá þetta til að virka 100%. Ég er t.d. ekki búinn að finna út hvernig maður linkar í ákveðna persónu til að sjá allir myndir taggaðar af viðkomandi.
Það vantar allar leiðbeiningar fyrir þetta plugin. Vantaði t.d. upplýsingar um það hvernig maður bætir við forminu svo fólk geti taggað myndir. En eftir smá leit og prófanir fram og til baka fékk ég þetta til að virka. Ég þurfti bara að bæta við þessum kóða í Image Attachment Template (image.php):
<div id="tagthis" class="tagthis"></div>
Er fólk nokkuð paranoid yfir að það sé hægt að tagga myndir af sér? Sumir fíla það ekki að hver sem er geti taggað mynd af manni á Facebook. Það er vissulega bara hægt að hafa samband við mig ef fólk vill fjarlægja ákveðnar merkingar eða taka sig algjörlega úr gagnagrunninum. Allar merkingar fara í moderation queue sem ég þarf að samþykkja.
Leave a Reply