Bíddu var Iceland Airwaves 2009 ekki 5 dagar? Jú, það er víst… Ég tók líka myndir síðasta daginn þannig að það er um að gera að skella þeim myndum inn þó fyrr hefði verið ;)
Þegar ég mætti var DJ Margeir að mixa saman með 5 strengjahljóðfæraleikurum – saman voru þau DJ Margeir & Sinfó. Þetta kom virkilega vel út. Mjög áhugaverð og skemmtileg blanda – var alveg að virka. Krafturinn/hressleikinn stigmagnaðist og endaði í trylltu stuði – þetta var algjört eyrnakonfekt. Maður var nú í klassísku píanónámi í alltof langan tíma þannig að maður hefur alltaf kunnað að meta klassíska tónlist og maður er mikill elektró/dans-haus þannig að þetta var fullkomin blanda.
Næstur var Oculus – fínasta teknó í gangi, nokkuð smooth, gott mix. Svo komu hinir þýsku Wareika – byrjuðu nokkuð vel, fínasti bassi og smooth tónar, en síðan var það eitthvað… kannski of einhæft. Alls ekki slæmt, en engin snilld.
Maður beið spenntur eftir aðalatriði kvöldsins, GusGus að ljúka Komm tanz mit mir túrnum sínum og ljúka Iceland Airwaves 2009 í leiðinni.
Leave a Reply