Jæja… höldum áfram sögunni. FM Belfast byrjaði strax á eftir Retro Stefson – þeir lóðsuðu fartölvunni inn á svið á meðan Retro Stefson voru ennþá að spila. Það var eiginlega engin pása á milli – þetta flæddi bara saman, kom mjög vel út… góð leið til að halda áfram stuðinu sem var búið að koma upp, fólk hafði ekki tíma til að kólna. Næst tók við ein svakalegasta dans- og stuðveisla sem maður hefur lent í. Þau komu upp klikkaðari stemningu, fólk var hoppandi um eins og enginn var morgundagurinn – maður svitnaði svo mikið, þetta var eins og eftir tvöfaldan spinningtíma. Þau fengu ýmsa aðila upp á svið til að hjálpa sér og bara til að halda uppi stemningunni. Krakkarnir í Retro Stefson voru t.d. þarna í fullu fjöri – einn var kominn í bjarnarbúninginn og crowd surf-aði nokkrum sinnum. Ótrúlega mikið fjör þarna, virkilega góðir tónleikar.
Næstur var Trentemøller sem hélt uppi klikkaðari klúbbastemningu – ljúfir tónar og dúndrandi beats. Svo tók viðstöðulaust við Kasper Bjørke og Jack Schidt / DJ Margeir / Gluteus Maximus og héldu áfram góðri partýstemningu… þeir lentu reyndar í smá vandræðum með hljóðkerfið/rafmagnið, slökknaði á því þegar þeir voru að maxa þetta aðeins of mikið.
Þetta var gott partýkvöld, eins og laugardagskvöldin á Airwaves eru yfirleitt. Gott fjör, góð stemning.
Já, frekar týpískt… ef ég set ekki myndirnar inn strax þá dettur procrastination í fullt swing. En hérna er restin af myndunum frá næstsíðasta kvöldi Airwaves 2009:
Leave a Reply