Gleðin heldur áfram! Við byrjuðum á Batteríinu þar sem við ætluðum að sjá XXX Rottweiler. Mættir tímanlega og Ghostigital var ennþá að spila. Já, þetta er frekar skrítin tónlist, 100% surg, en samt ekki alveg svona surg sem maður fílar í tætlur – þótt það sé ágætur bassi í gangi á köflum. Nett geðveiki. Svo byrjaði atriðið sem maður kom til að sjá, Rottweiler hundarnir sem héldu uppi mjög góðri stemningu. Þeir tóku helstu slagarana og fólkið trylltist.
Næst var skundað yfir á NASA. Reyndar, þegar við komum út úr Batteríinu sáum við að Dr. Spock voru búnir að leggja trukki á Tryggvagötunni og voru með útitónleika þarna – þeir voru meira að segja með eldspúara (is that even a word?). Skemmtilegt uppátæki hjá þeim – það var fullt af fólki búið að safnast í kringum trukkinn þeirra. Á NASA var Jessica 6 næst á dagskrá, eða meira svona Jessica Sex… Outfit í anda Lady GaGa. Seiðandi tónar… ágætt stöff.
Svo var það Retro Stefson – reyndar búinn að sjá þau fyrr á Airwaves en þetta var aðeins öðruvísi, mun stærri staður, mun fleiri áhorfendur, meiri partýstemning. Hressir og krúttlegir krakkar. Héldu uppi mjög góðri stemningu – crowd surf og almennur hressleiki. Partýið hélt bara beint áfram þegar…
Framhald í næsta þætti!
En hér koma síðan myndir:
Ég veit ekki hvað það er en ég er ekki að fíla Retro Stefson. Þetta er allt voðalega krúttlegt og krakkarnir kunna að spila á hljóðfærin sín, það verður ekki tekið af þeim. Kannski er ég búinn að ákveða að fíla þau ekki, en hvað sem það er finnst mér þetta frekar la la stöff. Mér finnst söngvarinn álíka viðkunnalegur og umferðarskilti. Maðurinn brosti ekki einu sinni á þessum tónleikum og virtist stundum ekkert finnast þetta skemmtilegt. Það er kannski ástæðan fyrir því að mér fannst hvorugir tónleikarnir skemmtilegir. Hvað er annars málið með textana í lögunum þeirra, voru þau 12 ára þegar þau sömdu þá? Nei, já, bíddu, það hefur þá sennilega verið í fyrra. Að mínu mati er Retro Stefson ekki málið. Allavegana ekki enn sem komið er.
XXX Rottweiler voru hins vegar frábærir. Þeir taka allt íslenskt rapp og troða því þangað sem fæstir vilja að hlutum sé troðið í. Yfirburðar rappsveit á Íslandi.
Airwaves. Það styttist í næstu hátíð.
neei já. þú ert að misskilja bj, retro eru ágæt, skemmtilegir krakkar og hress og svona, og flest lögin skemmtileg og svona singalongs sum. rottweiler aftur á móti… hvað er það? eru þeir ekki ennþá bara að taka sömu sönn íslensk sakamál og eitthvað svona drasl síðan ’99? hafa þeir gert einhver ný lög síðustu 10 árin? koma bara alltaf fram á airwaves einu sinni á ári