…og partýið heldur áfram. Eða svona næstum því. Næst voru Micachu & The Shapes en þau voru ekki alveg að virka, passaði ekki við hljómsveitirnar á undan og eftir – hálf skrítin tónlist, var ekki alveg að fíla hana. En maður beið spenntur eftir næsta atriði, Metronomy sem er svona stærsta nafnið á Airwaves í ár. Dúndrandi góð tónlist, gífurlegur hressleiki hjá þeim ..og dansinn dunaði. Þau voru náttúrulega klöppuð upp og tóku einn hressan smell í viðbót. Mjög góð stemning í Listasafninu.
Næst rölti maður yfir á NASA þar sem The Field voru í gangi – teknó stöff, nett e-pillu stemning í gangi, eða eitthvað… ;) Ágætt stöff, en skelltum okkkur samt á Kaffibarinn á smá off-venue dót með Kasper Bjørke og Jack Schidt / Margeir / Gluteus Maximus.
Smá viðbót: KB var gjörsamlega stappaður – alltof margir þarna inni, við hefðum eiginlega ekki átt að komast inn. Metronomy kom og tékkaði á röðinni en þau voru fljót að beila.
Hef þetta “review” nú ekki lengra… en hérna er restin af myndunum frá þessu kvöldi:
Síðast uppfært 24. October, 2009
Leave a Reply