Tónlistar-orgían heldur áfram… dagur 2 af Airwaves. Við mættum fyrst í Hafnarhúsið/Listasafn Reykjavíkur þar sem Lights on the Highway voru nýbyrjaðir. Mjög gott íslenskt rokk – var virkilega að fíla síðasta lagið sem þeir tóku, algjör snilld, veit bara ekki hvað það heitir :)
Á meðan það var verið að hreinsa til og setja upp græjurnar fyrir næstu hljómsveit hoppuðum við yfir í Sódóma þar sem Króna voru að spila. Stoppuðum nú stutt þar en áður en við fórum aftur í Hafnarhúsið ákváðum við að rétt líta á Motoboy sem var á Batteríinu. En það entist ekki lengi, vorum þarna í kannski 1-2 mínútur… ekki alveg okkar tebolli. En þetta er það sem er svo magnað við Iceland Airwaves hátíðina, maður getur auðveldlega samplað á hinni og þessari tónlist… það er aldrei að vita nema maður detti niður á eitthvað gott.
En við hentum okkur inn í Listasafnið þar sem Dikta voru að byrja. Gott stöff, fíla þá live, standa sig alltaf með prýðindum. Þeir eru víst að koma með nýja plötu, kannski að maður kaupi sér hana. Við biðum rólegir eftir næsta atriði sem var Choir Of Young Believers – dönsk hljómsveit, spilaði rokk í hægari kantinum en það var samt stundum ágætur kraftur í þessu – en enginn head banging/partý hressleiki.
Síðan var það síðasta bandið í Listasafninu: When Saints Go Machine – þeir voru ekki alveg að heilla mig í byrjun en þeir unnu sig upp í góða stemmningu og enduðu í hressu partý stuði – vel dansvæn tónlist.
Næst tékkuðum við á Kidcrash á Sódóma – hardcore rokk með moshpit og alles. Eftir að það var búið vorum við ekki alveg vissir hvert ætti að halda næst – tékkuðum á dagskránni og ákváðum að tékka á einhverju Bodi Bill dóti á NASA. Maður vissi ekkert um þessa hljómsveit og hafði ekki hugmynd við hverjum maður ætti að búast við. En þeir komu mjög skemmtilega á óvart – þetta voru 3 hressir Þjóðverjar sem spiluðu gífurlega hresst og hart elektró, en nokkuð melódískt.
Þetta var góð tónlistarveisla ..og þetta er bara rétt að byrja.
Tók helling af myndum…
Bjössi says
Glæsilegt. Ég dýrka Airwaves.
Sammála þér með Bodi Bill, það er uppgötvun hátíðarinnar hingað til að mínu mati. Ég var sáttur með flest allt í gær, þó síst Choir of Young Believers. Of rólegt, en gaurinn var með gríðarlega glæsilegt skegg. Plús fyrir það.
Moto Boy hljómaði eins og argasti viðbjóður. Það er kannski erfitt að dæma tónlist af einni mínútu.
Ég er orðinn mjög spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Þetta verður snilld.
Síðasta lagið sem Lights on the Highway spilaði var sennilega Katrina.
Ps. þú verður að muna að sofa líka.
Hannes says
Sofa segiru? Já, það er ekki svo vitlaus hugmynd… maður var alveg nett búinn á því þegar maður kom heim. En samt var maður ekki alveg að ná að sofna strax þegar maður lagðist í rekkju, maður var svo buzzed og uppfullur af tónlist…