Já, já… Iceland Airwaves 2009 er hafið – snilld! Airwaves er klárlega stærsti menningarviðburður Íslands á hverju ári. Ég er ekki frá því að ég sé sammála Söru í Nakta Apanum með það að þetta sé skemmtilegra og meira spennandi en jólin.
Ég byrjaði að fara í Batteríið til að sjá Ramses opna hátiðina. Hann var með fínustu hljómsveit með sér. Töff íslenskt hip-hop. Rétt leit inn á Nasa þar sem maður náði nokkrum lögum með Morðingjunum – ágætis rokk í harðari kantinum. Síðan hoppaði ég yfir á Sódóma þar sem maður rétt náði í restina af Cynic Guru. Stuttu seinna fóru Retro Stefson að setja upp sínar græjur. Það var gott partý hjá Retro Stefson, gífurlegur hressleiki. Góðar líkur á að maður tékki á þeim aftur á laugardaginn á Nasa.
Næstir á dagskrá voru Dynamo Fog – var ekki alveg að fíla fyrstu lögin þeirra, kannski var það bara söngurinn, annars var þetta fínt rokk. Svo fór maður aftur yfir á Nasa þar sem Juvelen voru að ljúka sér af, veit ekki alveg… var ekkert að heilla mig upp úr skónum. Beið í smá stund eftir Kimono og hlustaði á hægt og rólegt rokk hjá þeim í smá tíma áður en maður sagði þetta gott fyrir fyrsta kvöldið af Iceland Airwaves ’09.
Þetta var bara nokkuð góð byrjun á Airwaves – hef aldrei tekið svona massívan miðvikudag áður.
Já, og sjá… það eru myndir. Ég tók náttúrulega ljósmyndir hægri vinstri eins og ég er vanur. Njótið.
maple says
helvítis andskotans helvítins helvítins helvítins helvíti. ég nenni þessu ekki, kemur massífur fiðringur í mann við að skoða þessar myndir. krefst þess að engar fleiri myndir verði settar hér af airwaves í ár.
Hannes says
Ég skal bara blokka IP töluna þína svo þú komist ekki á síðuna ;)
Bjössi says
Þetta er mikil snilld! Fresh blöög og myndir strax eftir tónleik. Þetta er framtak sem ég styð heilshugar og fagna mjög.
Ég er sammála flestu sem þarna kemur fram. Juvelen hefði sómt sér vel á sænskum hommaklúbbi. Alltof mikið popp og alltof sænskt fyrir mig.
Nú þýðir ekkert að slá slöku við, ég vil sjá svona færslu kl. 05.21 á sunnudagsmorgun!
Áfram Airwaves.
maple says
ég er aldrei á sömu iptölu
Hannes says
@maple: já, það er skandall… síðan ertu stundum heima hjá þér og stundum í Cornell. Ég þyrfti líklega bara að blokka allt NY fylkið.