Það er nokkuð síðan, en ég fór á útgáfutónleika GusGus. Þeir voru sko að gefa út plötuna 24/7 sem er alveg eðal, virkilega smooth stöff. Þetta voru meira að segja útiútgáfutónleikar – Nikita var að opna “flagship” búðina sína á Laugaveginum og þessi tvö stolt Íslands ákváðu að slá strengjum saman og fagna þessum merku áföngum með tónleikum í bakgarðinum hjá Nikita aka “Nikita garðinum”.
Það var alveg slatti af liði í garðinum, temmilega stappað. Þrátt fyrir frekar slæmt veður þessa viku og fyrr um daginn þá var veðrið nú ekkert að skemma fyrir – einstaka skúrir sem var ekkert til að gera veður út af.
Ég greip tvö video…
GusGus – Add This Song – Live in Nikita’s backyard – Album release concert.
Þeir voru klappaðir upp og tóku Moss:
GusGus – Moss – Live in Nikita’s backyard – Album release concert.
Nokkrar myndir frá tónleikunum og síðan eitthvað frá djamm ruglinu sem fylgdi eftir…
Leave a Reply