Ég átti víst afmæli um daginn og það vill svo skemmtilega til að Einar á afmæli tveim dögum áður – þannig að okkur fannst alveg tilvalið að slá nokkrar barflugur og halda partý saman. Við buðum slatta af liði og hellingur mætti og úr því varð alveg fínasta teiti.
Ég var auðvitað með eina eða tvær myndavélar á lofti – það þarf að festa svona snilld á filmu. Ég var reyndar frekar fljótur að skipta yfir í fisheye linsuna þar sem hún var mun heppilegri í þessum aðstæðum – maður hafði ekki mikið svigrúm til að bakka til að ná fleirum inn í rammann. En fisheye er náttúrulega bara meira partý :)
Þar sem mér finnst yfirleitt skemmtilegri myndir þar sem er ekki notað flass þá hafði ég oftast ekki kveikt á því – en þar sem birtan var ekki alveg nægileg þá hafði ég linsuna stillta á ljósnæmustu stillinguna (f/2.8 á fisheye) og setti ISO í 12800 sem er náttúrulega rugl (maður hefur ISO yfirleitt 100 til 400). Svona hátt ISO skilar sér í töluverðu noise – en það sakar ekki, betra en ná ekki þessum myndum (ég hefði t.d. ekki getað stillt svona hátt ISO með gömlu vélinni). Síðan hefði ég líka verið fljótur að klára batterýið ef ég hefði notað flass á þessar 450+ myndir ;)
Ég var s.s. með ljósopið stillt á f/2.8 og það þýðir að fókuspunkturinn er frekar skarpur – allt lengra/styttra frá fókuspunktinum verður s.s. blurrað/úr fókus. Síðan virðist sem auto focus-inn hafi ekki alveg verið að virka nógu vel í svona takmarkaðari lýsingu (var ekki auðveldlega að grípa einhvern flöt til að fókusa á).
OK, fólk botnar kannski ekkert í hvað ég er að bulla ;) En ég er bara að punkta þetta hjá mér til að geta kannski tekið betri myndir næst.
Svona eftir á að hyggja hefði kannski verið heppilegt að nota flass í fleiri tilfellum, samt ekki víst – en maður er alltaf að læra, tekur smá tíma að læra inn á þessa nýju vél.
En ef ég ætla að gera eitthvað meira af því að taka svona partýmyndir þá þarf ég hugsanlega að fjárfesta í svona mega-flassi sem (að mér skilst) skilar jafnari og skemmtilegri birtu heldur en innbyggða flassið.
En ég vil þakka fyrir mig og þakka þeim sem komu – þetta var snilldar partý. Svona á sko að halda partý – þótt ég segi sjálfur frá ;)
Restin af myndunum ætti að detta inn á komandi dögum.
Anonymous says
Þetta partý verður lengi í minnum haft, ekki síst vegna fáránlegra góðra gjafa og mikillar áfengisdrykkju. Einnig held ég að hitinn í íbúðinni hafi eitthvað haft með ástand fólks að gera.
Svalar myndir, hlakka til að sjá restina.