Bjössi var víst að útskrifast enn einu sinni og til að fagna því bauð hann til heljarinnar veislu. Ég mætti með græjurnar af því að það þarf að document-a svona legendary partý. Eins og í góðum partýum þá var ég ekki einn um að grípa í myndavélina. Fólk missti sig svona mismikið á myndavélinni – bara gaman að því – og bjóst ég við að þetta myndi enda í fleiri hundruð myndum. Þetta náði nú ekki alveg sama fjölda og í afmælinu mínu í fyrra en 348 stykki á 3,5 klst. er nú bara nokkuð gott.
Birtan var kannski ekki alveg nógu hagstæð þannig að maður þurfti vera með ISO í hæsta sem skilar sér í smá “noise” á myndunum – en það sakar ekki, við fílum það ruff, rugged & raw.
Þegar það eru teknar svona margar myndir er ekki hægt að komast hjá því að enda með allnokkrar glæsilegar myndir. Sumar eru góðir kandídatar til að fríska upp á prófílmyndir.
Allar óskir um censorship á myndum má senda inn hér ;)
Njótið:
Þetta var nokkuð gott partý þó ég segi sjálfur frá. Þessi góði og tiltölulega fámenni hópur drakk ca. 23,1 líter af bjór, einn líter af gini + tvo lítra af djús sem fór í ginið og át 5 eða 6 snakkpoka. Þetta þýðir að ég er nokkurn veginn blankur núna og menn verða að fara út að hlaupa. :)
Ég vil líka þakka fyrir allar gjafirnar, þær eiga eftir að koma að góðum notum!