Já, já, sumarið komið á dúndrandi hraða og sumar þýðir náttúrulega grill alla daga og stanslaus partý. Datt einmitt í þannig pakka fyrir nokkrum vikum og tók með fisheye lomo vélina í gamni. Úr því komu nokkuð hressar myndir…
En maður er alltaf að læra… Ætlaði að taka mynd af strætó þegar við keyrðum fram hjá honum en flassið dreif greinilega alls ekki og eina sem maður sér er endurskinið af umferðarskilti. Já, maður þarf að muna að fara nálægt ;)
Ég var svolítið í því að nota Bulb + flass tæknina. Ég s.s. stillti á Bulb og hélt takkanum inni í smá stund en sleppti síðan og þá kom flassið. Þá koma yfirleitt svona línur frá ljósunum en fólkið sést alveg þegar ég skvetti flassinu á það. Mér fannst það yfirleitt koma nokkuð skemmtilega út – ágæt tilbreyting frá venjulegum flass myndum.
Síðan eru nokkrar nokkuð random myndir bara til að klára filmuna…
Leave a Reply