Fyrsta myndavélin sem ég eignaðist var APS myndavél – Kodak Advantix 3600ix – sem ég fékk í fermingargjöf. Þá var þessi APS tækni frekar ný og þetta þótti voða kúl. Ég tók nú töluvert af myndum á hana – samt aðallega þegar ég fór í ferðalög eða það var eitthvað sérstakt í gangi. En ég hætti eiginlega alveg að nota hana þegar ég fékk stafræna myndavél.
Þannig að þessi myndavél hefur eiginlega bara legið upp í hillu frekar lengi… Einhvern daginn var ég að tékka á henni og mig minnti að það væri filma í henni og búið að taka nokkrar myndir á hana – en hún var batteríslaus. Þannig að ég keypti batterí og fór smá saman að vinna í því að klára filmuna. Aðallega af því ég var forvitinn að sjá þessar gömlu myndir sem var búið að taka á filmuna – mundi ekkert hvenær ég notaði myndavélina síðast.
Ég var að klára filmuna í gær og skellti henni í framköllun í dag hjá Pixlum. Þá kom loksins í ljós að fyrstu myndirnar á þessari filmu tók ég á InterRail ferðalaginu 2004 – í Hollandi og Þýskalandi.
Filman er frekar gömul (örugglega keypt 2003, jafnvel lengra síðan) og það koma svolítið sérstakir effect-ar – litirnir svolítið bjagaðir og rauð slikja yfir þessu. En þetta er bara töff – eiginlega smá lomo lúkk á þessu ;)
Síðast uppfært 9. July, 2010
Leave a Reply