Eva Joly var fyrir nokkru fengin sem sérstakur ráðgjafi til að aðstoða við að finna alla vondu kallana sem fluttu peninga á Tortola. Eva hefur víst gefið út bók sem heitir Justice Under Siege. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa bók var Steven Seagal – ég meina, Steven hefur leikið í klassa myndum eins og Urban Justice, Mercenary for Justice, Out for Justice og síðan náttúrulega Under Siege tvíleiknum.
Þannig að þessi brandari lá alveg beint fyrir. Ég ætlaði alltaf að gera eitthvað með þetta og núna var ég að klára að henda saman póster fyrir þessa stórkostlegu “kvikmynd”:
Þetta er nú frekar gróft photoshop en ég vildi bara henda einhverju einföldu upp í staðinn fyrir að fresta enn frekar að gera þetta.
Leave a Reply