Ég tók 3 fisheye lomo myndir á Akureyrar ferðalaginu og þær voru hálfgert klúður… Ég lærði það nú af síðasta lomo pakka að þegar maður er inni í lítilli birtu þá er vissara að hafa flassið á. En ég misreiknaði mig smá með fyrstu 3 myndirnar í þessum pakka – þær eru teknar inni í bíl og það hefði greinilega þurft að vera flass. Það var bara svo bjart úti og mér fannst einhvern veginn næg birta inni í bílnum – en svona er það, maður er alltaf að læra :) Það er svona þegar maður er vanur digital græjum sem eru extra næmar og með auto ISO.
En það sem kom mér eiginlega meira á óvart er myndin af grillinu (mynd #5) – hún er tekin úti, alveg nokkuð góð birta minnir mig en samt kemur hún ekki alveg nógu vel út. Ég held að í framtíðinni sé málið að nota bara flass í sem allra flestum tilfellum eða þá að nota Bulb fídusinn og/eða Multiple Exposure. Síðan er ég líka að gæla við þá hugmynd að kaupa auka flass græju fyrir Fisheye Lomo myndavélina… er alla vega á óskalistanum ;) Ég þarf kannski líka að skoða að nota betri/öðruvísi filmur – 400 ISO í staðinn fyrir þessar 100 ISO Lomography filmur sem ég keypti í Urban Outfitters í Mall of America.
Síðan eru restin af myndum úr legendary afmælispartý maple.
Það er eins og sumar myndirnar “detta úr rammanum” eða eitthvað, hliðrast til… veit ekki hvort að filman hafi klúðrast eitthvað, ekki rétt trekkt upp eða hvað – en þetta er fjörið við lomography, þetta á að vera fucked up og skrítið ;)
show her that you’re not that shy.
Let her see that fancy footwork,
show her you’re that type of guy.
maple says
þessar myndir eru góðar, miklu skemmtilegri en diggital, meiri karakter. og bognar.
Hannes says
já, algjörlega – ég held að það sé alveg málið að taka fleiri svona fisheye lomo myndir – endar alltaf í einhverjum skemmtilegum myndum.
Enjar says
Jeeee