Ég tók líka nokkur video í þessari ferð…
Eins og margt annað á Friðriki V var klósettið mjög glæsilegt þannig að mér fannst alveg bráðnauðsynlegt að document-a það – líka út af tónlistinni sem var sérlega hressandi:
Ég tók nú aðallega upp myndbönd á GusGus tónleikunum og hérna er syrpan:
GusGus – Live – Sjallinn – Smá Ladyshave spuni
Eins og áður kom fram þá skelltum við okkur á Tikk Takk eftir tónleikana. Þar hittum við Ívar beatboxara og hann tók nokkur beats með okkur:
Beatboxing á Tikk Takk Akureyri
Leiðin heim til Reykjavíkur er nokkuð löng og til að stytta okkur stundir tókum við upp hina stórkostlegu stuttmynd Lækkun stýrivaxta hjá Seðlabanka Íslands:
(einnig á Vimeo)
maple var í leikstjórastólnum.
Þar hafið þið það… þá er bara að hefjast handa á næsta ljósmyndapakka.
Bjössi says
Það er sérlega viðeigandi að veitingarstaður á Akureyri spili tónlist sem segir að það sé ekkert fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Til hvers voru þið eiginlega að eyða vorkvöldi á Akureyri?!?!
Hannes says
haha, góður… var ekki búinn að átta mig á því :)