The Prodigy eru ennþá í fullu fjöri… ég man ennþá eftir því þegar ég sá hrúgu af Music For The Jilted Generation plakötum í anddyrinu okkar þegar ég var svona ca. 10-12 ára. Þetta heillaði mig nú ekki í fyrstu – plakatið var frekar skrítið og ég held að ég hafi þá ekki heyrt neitt Prodigy lag ennþá. En þetta átti eftir að breytast, ég varð eldri, vitrari og tónlistarsmekkurinn minn þroskaðist. Maður fór nú ekki á tónleikana sem plakötin voru að plögga en ég held að maður hafi farið að hlusta á Prodigy alveg á fullu stuttu seinna. The Prodigy hefur verið ein af mínum uppáhalds hljómsveitum í mjög langan tíma – góðu gömlu lögin þeirra eru klassísk og maður getur alltaf gripið í þau, þau eru ennþá kickass. Ekki einu sinni reyna að róa mig niður ef ég heyri Prodigy lag á einhverjum klúbbi – það er betra að halda sig í smá fjarlægð af því að það eru skuggalegar líkur á því að ég missi mig ;)
Sumir hafa verið að tala um að Prodigy gæti verið að missa það – það voru ekki allir að fíla í tætlur diskinn Always Outnumbered, Never Outgunned (sem kom út 2004). Ég hins vegar var að fíla hann ágætlega – þurfti reyndar að hlusta á hann nokkrum sinnum til að finna groove-ið – fullt af góðum lögum á þeim diski. En ég held að The Prodigy hafi sannað að þeir hafa engu gleymt með nýjasta disknum þeirra Invaders Must Die. Það sem ég hef heyrt af disknum er að gera mjög góða hluti – mjög gott stöff – gamla góða dans geðveikin er þarna ennþá. Mér finnst þetta reyndar vera örlítið frábrugðið klassíska Prodigy hljómnum – ekki eins mikið hardcore techno/rokk heldur meira drum and bass – alla vega í sumum lögum. Það er möguleiki að eftir að hafa tekið eftir hvað drum and bass remixið hjá Pendulum af Voodoo People var að gera góða hluti þá hafi þeir ákveðið að færa sig aðeins yfir í þá deild – alls ekki slæmt move.
Mér finnst alla vega vera nettur drum and bass/Pendulum keimur af laginu Omen:
Hérna er annað klikkað lag af nýja disknum:
Eitt dæmi… Ég var bara í sakleysi mínu að hlusta á vinsælustu lögin á The Hype Machine og heyrði fáránlega smooth lag með góðum takti og hressandi melódíu. Ég var bara “nice, I like… hvaða hljómsveit ætli þetta sé?” ..og viti menn, þetta var náttúrulega The Prodigy með hið óvenjulega (miðað við Prodigy, fyrri parturinn a.m.k.) lag Stand Up, check it:
Þetta er loka lagið á plötunni og algjörlega fullkomið lag til að ljúka plötu.
Ú, snilld – hægt að hlusta á plötuna á last.fm með commentary (svona eins og leikstjóra commentary á DVD). Frekar kúl.
Shit hvað mig langar á tónleika með The Prodigy – hef bara farið einu sinni á tónleika með þeim, árið 2004 í Höllinni. Sem er náttúrulega rugl… þarf að gera eitthvað í þessu. Það eru kannski litlar líkur á að þeir komi hingað þannig að maður þarf líklega að fara út.
Dammit… ég þarf að drulla út Hress 2008. En ég gat bara ekki látið þessa færslu sitja á hakanum og fresta því og fresta að setja hana live (eins og er staðreyndin með 20+ drafts sem ég er með vistuð í WordPress).
OK, eitt lag í lokinn – reyndar fyrsta lagið á disknum (og titillagið):
The Prodigy – Invaders Must Die
Finnst nyji diskurinn alveg geggjadur!! Buinn ad vera fan sidan 96 eftir ad breathe smaskifan kom ut og teir verda ad koma aftur til islands og kynna tennan nyja disk!! Fynnst liklegt ad teir vilji koma tvi teim likar vel ad spila a isl hefur mar heyrt !!
Voodoo people, magic people!
Ja verð að segja það sama þessi diskur er alveg djúsi,ætlaði að kaupa mer hann um daginn i skifunni en hann var ekki til,frekar lélegt:(
Já, Skífan fær ekki alveg fullt hús stiga fyrir góða þjónustu… Ég held að málið sé bara að panta þetta á netinu – það er jafnvel ódýrara þótt gengið sé í rugli og það bætast á alls konar tollar og gjöld.
Bíddu… síðan er þetta ekki “regular” Einar – heldur bara einhver gaur að gúggla. Haha… ég hélt að þetta væri Einar Birgir aka enjar. Ég þarf greinilega að gera eitthvað til að koma í veg fyrir svona mannavillt – ég er reyndar búinn að vera plana einn fídus frekar lengi… held ég skelli því bara inn sem fyrst.
En við bjóðum vissulega Einar #2 velkominn – það eru allir velkomnir á officialstation.com – ja… ekki allir, það eru nokkrar IP tölur á bannlista, en það er annað mál.
Haha.
BTW – stand up lagið? Er ekki skjár einn að nota þetta í svona auglýsinga / jingle / stöff fyrir dagskránna?
Já, nú veit ég ekki – horfi voða lítið á Skjá Einn.
jáá, ég uppgötvaði prodigy á diskóteki í þróttheimum – good times. en ég má til með að kíkja á nýja diskinn. hef bara heyrt invaders must die sem höfðar furðulega vel til mín…
er annars að hlusta á black monster hamster as we speak. hef heyrt að þeir séu að koma virkilega sterkir inn í elektrósenuna… spennandi að heyra hvernig þeir hljóma!
Já, Black Monster Hamster eru víst gífurlega vinsælir í dýpstu undirheimum elektrómenningarinnar í Reykjavík ;) Fólk býður spennt eftir nýju stöffi frá BMH…