Þegar ég labbaði út úr Borgarleikhúsinu eftir að hafa verið á Sannleikanum með Pétri Jóhanni sá ég þessi mögnuðu norðurljós þvert yfir allan himininn – og nokkuð sterk (kröftugur litur). Það er alltaf gaman að ná myndum af norðurljósum þannig að þegar við komum heim fór ég strax í að búa mig undir norðurljósa-myndatöku í frostinu.
Þegar ég kom út voru norðurljósin strax farinn að dofna en ég náði samt nokkrum góðum myndum – liturinn í þeim jókst aftur í smá tíma og þau voru mikið að dansa um allan himininn.
Ég notaði fisheye linsuna að vissu leyti af því að hún var föst á myndavélina en síðan er hún líka nokkuð heppileg fyrir svona norðurljósamyndir af því að hún nær svo stóru/víðu svæði – upplagt þegar norðurljósin teygja sig svona út um allt. Ég var að spá í að skipta yfir í 35mm linsuna en þá voru norðurljósin eiginlega horfin.
Í þetta skiptið voru þau aðeins sterkari heldur en síðast þegar ég náði myndum af norðurljósunum þannig að það eru þarna nokkrar myndir sem komu aðeins betur út heldur en síðast.
Sigga Sig says
geðveikar myndir!
…og kool húfa ;)
Hannes says
Takk, takk :)