hüt menn héldu sitt árlega jólaglögg á b-street. Gott partý. Skruppum út í smá leiðangur í 10-11 til að ná í rjóma fyrir hvítan rússa.
Þessa einnota myndavél fékk ég í New York. Við fórum í sightseeing bus og það var auglýsing á miðanum frá B&H Photo um að maður fengi einhverja tösku ef maður keypti eitthvað hjá þeim. Það var m.a.s. svipað plögg á Empire State miðanum. Ég ætlaði hvort eð er að kaupa einhverjar myndavélagræjur hjá B&H Photo þannig að ég ákvað að nýta mér þetta gífurlega góða tilboð. En þegar ég kom voru töskurnar víst búnar og ég fékk þessa líka fínu einnota myndavél í staðinn.
Það er aðeins öðruvísi litur á myndunum úr þessari vélur heldur en í Barcelona vélinni – ekki jafn sterkur. Svolítið eins og þetta séu eldgamlar myndir. Síðan er líka meira noise – líklega hærra ISO á filmunni.
Mér sýnist nokkrar myndir hafa glatast – skemmst algjörlega. En það er áhættan við að nota einnota myndavélar. Maður getur ekkert séð hvernig myndirnar koma út fyrr en maður framkallar þær. Síðan gleymdi ég a.m.k. einu sinni að nota flass þannig að sú mynd var alveg svört (tekin úti).
Nice One!