Það var náttúrulega skotið upp nokkrum flugeldum. Ég fékk m.a.s. eitt stykki í mig – einhverjar leyfar úr flugeldi hrundu á mig. Þetta eru aðallega myndir teknar rétt fyrir og rétt eftir miðnætti – þegar það voru flestir flugeldar í gangi. Síðan var þetta ansi fljótt að deyja eftir miðnætti – ekki mikið í gangi eftir svona 0:30. Það er náttúrulega möst að vera með þrífót ef maður ætlar að ná almennilegum flugeldamyndum – ég var ekkert með þrífót í fyrra og náði engum klikkuðum myndum af flugeldum. Það getur verið að veðrið í fyrra hafi líka ekki verið optimal. En núna var alveg logn og ég náði alveg nokkrum frekar flottum myndum, þótt ég segi sjálfur frá…
WordPress er með einhver leiðindi – kom einhver error á nokkrar myndir þegar ég var að setja þær inn þannig að ég setti þær aftur inn. En þá lentu þær aftast, s.s. ekki í réttri röð. Ég prófaði að manually raða þeim á réttan stað en það virðist ekki vera að virka. Whatever…
Leave a Reply