Tæplega vika í jólin… Er ekki málið að pumpa upp jólastemmninguna með smá jólatónlist? Þessi klassísku jólalög eru að óma í útvörpum og þau endast misvel. Sum finnst mér vera orðin frekar þreytt og síðan eru nokkur sem ég get bara ekki hlustað á (að vinna í Hagkaup um jólin þar sem sami diskurinn var spilaður á repeat í marga daga getur látið mann hata viss lög).
Hérna eru nokkur lög sem eru kannski ekki alveg hin hefðbundu jólalög en ættu að hjálpa manni að komast í jólaskapið.
Smá jákvæður jólaandi:
Blink 182 – It’s Christmas Time Again
Klassískt jóla rokklag:
Smashing Pumpkins – Christmastime
Tvíhöfði er alltaf hress á því – með góðan jólaboðskap:
Tvíhöfði – Jólalag
Svipað þema í þessu jólalagi hjá kanadíska snillingnum Jon Lajoie:
Jon Lajoie – Cold Blooded Christmas
Hann er meira að segja líka með alveg gífurlega skemmtilegt video:
Höldum áfram í húmor jólalögum:
Eric Cartman (South Park) – O Holy Night
Gífurlega hresst jólalag:
Botnleðja – Ave Maria
Þetta er líka nokkuð gott íslenskt rokkjólalag:
Dikta – Nóttin var sú ágæt ein
Síðan má ekki gleyma laginu sem mér finnst eiginlega eitt aðal jólalagið – kannski er það út af nostalgíu þar sem tónlistarmyndbandið var alltaf spilað reglulega í sjónvarpinu þegar maður var ungur á meðan maður beið óþreyjufullur á aðfangadag eftir að maturinn byrjaði:
Stefán Hilmarsson og Sniglabandið – Jólahjól
Veit ekki alveg hvort Stebbi Hilmars sé fáránlega stoltur af þessu lagi – hann vildi alla vega ekki spila það á árshátíðinni í fyrra þegar hann og Sniglabandið voru að spila. OK, það var október, en samt…
Er ég að gleyma einhverju góðu jólalagi? Hvað er þitt uppáhalds jólalag?
Hvernig er fólk að fíla þennan bláa play-takka sem er alltaf hjá MP3 lögum? Er fólk að nota hann til að spila lögin án þess að þurfa að vista þau fyrst á tölvunni sinni? Ætti ég að finna einhvern betri spilara til að spila tónlist beint á blogginu?
Viðbót: Ég var að rekast á þetta lag; Maus og Svala Björgvins – Ég hlakka svo til
Nokkuð gott :)
Síðast uppfært 25. December, 2016
maple says
mér finnst þreytt að xið spilar alltaf einhver grín jólalög, þau eru ókei til að spila einu sinni en ég nenni ekki að hlusta á þau í útvarpinu – þeir eru alltaf að spila cartman, finnst það greinilega enn fyndið
Hauksterinn says
hje. sammála síðasta ræðumanni.
nokkur ágætis hátíðarlög hér sem maðr skellir á fóninn 24.des.