Já, Ég er Hannes Smárason kvöldið var algjör snilld. Maður tók alveg nokkra myndir en ég tók líka nokkur stutt video og til gamans ákvað ég að leika mér við að klippa þau smá saman – notaði líka ljósmyndirnar til að fylla aðeins upp í…
Big Pimpin – The Video (aka “Ég er Hannes Smárason”)
Þar sem það er ekkert endalaust mikið pláss hérna á blogginu fyrir video þá bjó ég til smá dót: Hægt að skoða stærri útgáfu af video-inu hérna (samt ekki betri gæði sko…)
Ég klippti þetta í Windows Movie Maker af því að ég hafði ekki neitt annað. Ég get einhvern veginn ímyndað mér að það hefði verið auðveldara og ennþá skemmtilegra að klippa þetta í Makka – Til dæmis var Windows Movie Maker mega slow stundum og crash-aði nokkrum sinnum. En þangað til að ég fæ mér Makka þá verð ég kannski að leita að einhverju góðu PC klippiforriti…
Eitt sem ég tók eftir – þegar maður er að klippa svona þá er greinilega vissara að bæta við svona auka 2-3 sekúndum við video-ið. Þar sem Vimeo (og YouTube held ég líka) vill stundum klippa af síðustu sekúndurnar…
Bergur says
Töff vídjó. Greinilega skemmtilegt kvöld. Verð samt að viðurkenna að ég varð pínu miður minn þegar Magic Carpet Ride byrjaði. Mér fannst ekkert annað en Big Pimpin’ með Jay-Z koma til greina ;)
Hannes says
hehe… já, það var nú planið að setja Big Pimpin’ með Jay-Z undir en mér fannst það ekki nógu kröftugt og ekki nógu góður rythmi – hægara en ég hafði hugsað mér fyrir þetta video. Ég skoðaði líka mörg önnur hip-hop lög en fann ekki neitt sem mér fannst passa.
Mér fannst Magic Carpet Ride bara passa betur við stemmninguna – meira partý lag :)
maple says
jámm einmitt, þetta er það sem ég var að hugsa. Myndir eru búnar – núna er það bara að taka vídjó eins og mötherfökker og splæsa draslinu saman, gleyma þessu myndarugli
Hannes says
Já, ég held að það gæti verið fjör – dúndra út meira af video. Síðan líka sérstaklega með svona partý myndir sem eru bara random rugl… gaman að sjá þær í video með einhverri dúndrandi tónlist undir.
En það tekur klárlega miklu lengri tíma að búa til svona video heldur en bara að skella myndunum á netið – þannig að maður gerir þetta kannski ekki alltaf.
En um að gera að prófa þetta.
Haukur says
Þetta var beautiful effort kjall. Nokkuð gott miðað við Win movie mauker. Vantaði bara fleiri rassgöt í þetta.
maple says
já rassgöt.
vantaði rassgöt