Fyrst maður býr nú á Íslandi er alveg nauðsynlegt að ná nokkrum myndum af norðurljósunum – sem kallast víst Aurora Borealis hjá þeim sem vilja vera fancy. Ég var að fara út með ruslið fyrr í kvöld þegar ég sé norðurljós sem teygðu sig yfir allan himininn… ég þaut inn til að ná í myndavélina og þrífótinn – af því síðast þá hurfu norðurljósin frekar fljótt, eða þau dofnuðu mikið…
Þetta voru nú ekki mjög sterk norðurljós þetta kvöldið (kannski hægt að kenna ljósmenguninni í borginni um) en ég stóð þarna og smellti af nokkrum myndum – meira ruglið, ég sem er búinn að vera með smá kvef og hálsbólgu. Ég meira að segja hljóp inn til að skipta um linsu – prófa hvernig norðuljósin kæmu út í fisheye.
Nokkrar myndir komu ágætlega út en ég held að maður þurfi að fara smá út úr borginni til að taka almennilega norðurljósa-ljósmyndir – maður hefur t.d. séð slatta af þannig myndum frá Þingvöllum.
Síðast uppfært 4. February, 2009
Þórður, var Ingólfur Arnarson kona?