Þriðji dagur Iceland Airwaves ’08, húrra fyrir því. Maður fór beinasta leið á Tunglið og var þar allt kvöldið – nokkuð heppilegt þegar það er góð dagskrá allt kvöldið á einum stað, þá þarf maður ekki að vera hlaupa á milli tónleikastaða og bíða í biðröð í skítakulda. Við mættum kringum 21 og þá voru BB & Blake að klára settið. Maður sá á einum vegg þarna dagskrána fyrir kvöldið og það var örlítið öðruvísi en plan-ið í official schedule bæklingnum sem maður var að nota til að plana Airwaves kvöldin. Það var búið að breyta tímasetningunum aðeins, taka út Michael Mayer og bæta við Kap10Kurt. Veit ekki af hverju…
Þótt það hafi nú ekki haft mikil áhrif á mig þá finnst mér frekar lélegt að breyta dagskránni án þess að tilkynna það neins staðar. Það hefði nú ekki verið flókið að tilkynna það á icelandairwaves.is eða senda póst á póstlistann – jafnvel að pósta því á twitter (af hverju er Iceland Airwaves ekki með twitter account?).
Eftir BB & Blake tóku við Bloodgroup – kúl stöff, flott íslenskt elektró. Svo kom Kap10Kurt sem af hreim aðal gaursins að dæma er líklega þýskur – mjög góð keyrsla í gangi, hardcore electro. Nordpolen voru næstir – það var engin geðveik stemmning í þeim, það fækkaði líka töluvert á staðnum eftir Kap10Kurt.
En það var fljótt að fyllast aftur – greinilega mikill áhugi fyrir næsta atriði, Familjen. Það var gjörsamlega stappað á stuttum tíma. Gífurlegur troðningur og maður ósjálfrátt endaði nánast fremst í þvílíku svitabaði – en það er bara stemmning í því… Familjen voru að gera góð hluti – áhorfendur voru alveg að missa sig og nokkrir hrópuðu ákaft eftir slagaranum Det snurrar i min skalle sem er örugglega eina lagið sem margir þarna hafa heyrt.
Síðan sá maður gusgus annað kvöldið í röð, í þetta skiptið var þetta Gus Gus (Instrumental) – s.s. með minimal söng. Gott session – voru að taka marga góða slagara sem var áhugavert að heyra instrumental.
Síðasta sem maður sá var Simian Mobile Disco – var reyndar ekki alveg full mannað, bara einn gaur að DJ-ast en gott session, gott partý.
Photos. Photos. Photos. Fullt af ljósmyndum! Check it…
Síðast uppfært 27. August, 2009
Bjössi says
crazy shit weekend