Annar dagur Airwaves ’08. Mætti svona í seinna lagi, kringum 22, á Listasafn Reykjavíkur þar sem Fuck Buttons voru byrjaðir að spila. Mjög sérstök tónlist sem þeir spila – temmilegt elektró surg, en þeir voru með ágætlega melódískt surg inn á milli. Ég var líka að fíla trommu session-ið þeirra. Áhugavert stöff…
Síðan var það tríóið Gus Gus sem steig á stokk. Þeir voru að spila mestmegnis nýtt stöff af væntanlegri plötu (ég kannaðist alla vega ekki alveg við það sem þeir voru að spila) en tóku síðan Moss í lokinn og þá varð allt vitlaust. Góð keyrsla hjá þeim en ég veit ekki alveg með þessi nýju lög, voru ekki alveg að grípa mig strax (ekki eins mikið og gömlu góðu Gus Gus slagararnir) en kannski þarf maður bara að hlusta á þetta nokkrum sinnum. Þeir voru með kúl ljósa-show og síðan voru þeir með gervisnjó til að skapa smá rave stemmningu.
Eftir að það var búið að klappa Gus Gus upp og þeir búnir með uppklöppunar-lagið hélt maður áleiðis á Nasa til að tékka á Young Knives. Hressir og nördalegir indie-rokkarar frá Englandi. Ágæt lög hjá þeim, ekkert æðislegt, en fín indie rokk lög.
Photos? You betcha! Fullt af ljósmyndum… sumir myndu kannski segja of mikið af myndum – en það er svona þegar maður er trigger-happy.
Síðast uppfært 27. August, 2009
maple says
afhverju sefur þú ekki á nóttunni? don’t you have a day job?
maple says
og þú hefur ekki verið að hlusta nógu vel bara á gusgus – nýja stöffið er eins og auglýst var, ekki alveg jafn dansvænt, það er aðeins rólegra – en gamli gusgus bassinn er ennþá þarna, og soundið er ennþá til staðar – og sum lögin þarna, seinni partinum voru brjáluð keyrsla.
Bjössi says
Það er erfitt að sofna þegar menn eru á örvandi eiturlyfjum. MDMA hefur aldrei þótt gott svefnlyf.
Kvöldið í gær var fínt. Mér fannst Fuck Buttons hins vegar mestmegnis vera hávaði og surg. Ekki alveg minn tebolli.
Þetta er gott framtak hjá þér. Myndir strax. Þú verður samt að sofa líka. Hættu að dópa!
Hannes says
Ég? Sofa? Ég hætti að sofa árið 1999 ;)
En annars er ég svo buzzed eftir svona tónleika að ég get hvort eð er ekki farið að sofa strax… En ertu s.s. að meina að ég ætti ekki að hafa fyrir því að setja myndir svona fljótt inn? Frekar að reyna fara fyrr að sofa?
Jú, algjörlega – gusgus voru alveg að gera drullugóða hluti – killer bassi í gangi, fötin mín titruðu öll og ég fann hvernig líffærin hliðruðust til. En það er svona þegar maður bullar bara eitthvað (um miðja nótt) og skrifar án þess að hugsa mikið út í það, þá kemur maður kannski ekki öllu frá sér eins og maður hefði viljað.
En þótt maður hafi verið í góðu groove-i við seiðandi gusgus tóna þá hefði ég nú verið til í að hafa tónleikana á föstudegi eða laugardegi en ekki fimmtudegi svo maður gæti tekið enn meiri trans-dans á þetta…