Iceland Airwaves 2008 er byrjað. Algjör snilld, þetta er eiginlega hápunktur hvers árs hvað varðar það sem er að gerast hérna á klakanum, alla vega tónlistarlega séð. Við fórum á Nasa beint eftir baddann – grenjandi rigning og killer löng röð fyrir utan. En sem betur fer komst maður frekar fljótt inn. Þar voru rótararnir að gera allt ready, glamra á gítara og trommur, 1, 2, hello… Agent Fresco voru greinilega nýbúnir.
Maður beið spenntur eftir Biffy Clyro – var búinn að hlusta á þá smá áður og var að fíla ágætlega. Mjög góðir tónleikar hjá þeim – fullt af góðum lögum og þeir rokkuð feitt. Temmilega hart – enda var þetta Kerrang! kvöld.
Já, já, Iceland Airwaves ’08 rétt að byrja og geri ráð fyrir að þetta verður gott fjör og mikið eyrnakonfekti eins og fyrri ár – hlakka til að sjá Yelle, CSS (eða Cansei de Ser Sexy sem þýðir víst “þreyttur á að vera kynþokkafullur” – skemmtilegt nafn), Simian Mobile Disco og önnur hress bönd.
Já, ljósmyndir! Slatti af myndum af Biffy Clyro… Mér finnst tónleikamyndir frekar skemmtilegar – það er yfirleitt frekar dimmt en síðan hellingur af ljóskösturum í gangi í mismunandi litum (svart og neon-ljós er að lúkka) og svo mikið action, allt á hreyfingu. Kemur oft skemmtilega út.
Bjössi says
Ég veit hreinlega ekki hvað er að gerast. Hannes búinn að setja inn myndir samdægurs!! Hvað er það?!!? Ég er bara svo undrandi að ég veit ekki hvað ég á að segja.
En það er gríðarleg snilld að Airwaves sé byrjað og það byrjaði vel. Þetta voru góðir tónleikar. Gott rokk.
Hannes says
Já, eða samnæturs ;)
Jamm, ákvað að prófa smá nýja taktík – bara dúndra inn 99% af ljósmyndunum án þess að vera mikið að pæla að filter-a myndir. Síðan bara bulla einhvern texta með – það fyrsta sem mér dettur í hug og max lesa einu sinni yfir til að leita að stafsetningarvillum, etc.
Þannig að ég held að málið sé að ég þarf að hugsa minna, bara gera.