Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag beið mín skemmtileg sending sem ég var búinn að bíða eftir. Vissi reyndar ekki hvenær hún myndi koma en ég átti von á henni… Þetta var pakki frá Channel 4.
Í sumar hafði samband við mig gaur frá Channel 4 í UK og spurði hvort þau mættu nota Apple Store myndina mína í bækling (“booklet”) sem þau væru að búa til fyrir samstarfsaðila (“commissioning editors”). Nafnið mitt myndi koma fram aftast í bæklingnum í credit listanum. Ég spurði hann hvort þau gætu nokkuð sent mér þennan bækling þegar hann væri tilbúinn. Hann var til í það og bæklingurinn kom í pósti í dag. Veit ekki alveg hvort bæklingur sé rétta orðið, alla vega mjög veglegur bæklingur, 40 blaðsíður, prentað á þykkan pappír og lítur mjög vel út:
Myndin mín var s.s. notuð á forsíðunni á bókinni og nafnið mitt er efst á Photography credit listanum:
Síðan fylgdi með líka þessi voða fíni miði:
Hi Hannes
Please find enclosed a booklet – many thanks again for letting us use your image
Leonie
Gaman að þessu :)
Já, það er gífurleg eftirspurn eftir ljósmyndunum mínum ;)
Núna í vor hafði stelpa samband við mig (í gegnum Facebook) og vildi nota London skyline myndina mína:
I am a member of an events team at a children’s hospice in Wales (www.tyhafan.org) and am this year responsible for organising a Gala Night in London.
I wondered if you would give me permission to use your London skyline photograph for our promotional material and website as this is the best one we’ve found.
Alveg sjálfsagt mál að hjálpa svona góðu málefni. Þau eru núþegar að nota myndina á síðunni þeirra og síðan munu þau líklega nota myndina í bæklingum, plakötum og öðru…
Síðan eru líka ýmsir aðrir búnir að hafa samband við mig – t.d. spurja hvort þeir megi nota myndirnar mínar á vefsíðum hér og þar. Ýmislegt sem er í vinnslu, eins og eitt fyrirtæki sem er að gera video um Times Square og vildi nota New York taxi cabs myndina. Svo er eitthvað fyrirtæki sem heitir Schmap sem vildi nota Rockefeller Center Christmas Tree myndina í einhvers konar New York guide (líka í iPhone útgáfu).
Já, það eru ekki bara lögfræðiskólar og listasöfn sem vilja nota myndirnar mínar ;)
Ég ætti kannski að drífa mig að henda fleiri myndum á flickr – ekki búinn að vera nógu duglegur þetta árið.
Síðast uppfært 4. November, 2010
já
bölvaður seleb
Nezinn bara orðinn frægur. Þetta finnst mér magnaður skítur. Nú er bara næsta skref að gerast helsti ljósmyndari fræga fólksins, eins og Annie Liebovitz. Þá kemstu kannski í almennileg partý.
Kannski er kominn tími á það að fjárfesta í myndavél.
Já, ekki vitlaust, ég þarf að skoða það að fara taka myndir af fræga fólkinu… eitthvað verður maður að gera til að komast í almennileg partý.
Ný myndavél segiru? Já, ég hef augastað minn á Canon EOS 1D Mark III – kostar ekki nema 500.000 kr. Eða jafnvel Canon EOS 1Ds Mark III – nánast gefins, einungis 900.000 kr.
En það er samt gaman að geta að allar þessar myndir sem hafa vakið athygli um allan heim voru teknar með gömlu Sony vélinni minni á 2ja megapixla stillingu. Þannig að það er ekki alltaf nauðsynlegt að kaupa sér einhverja rándýra myndavél…
Ég orðaði síðari hluta kommentisins á frekar misvísandi hátt. Ég var í raun velta því upp hvort ég ætti að fara að fjárfesta í myndavél, enda þýðir það greinilega instant frægð. Ég sé reyndar enga ástæðu fyrir þig til að kaupa nýja myndavél, enda áttu 23 myndavélar.
Ég held ég kaupi mér nú ekki 500.000 kr. myndavél. Hver kaupir annars myndavél fyrir hálfa milljón, hvað þá fyrir hátt í milljón???
aaaah, meinar… jú, þú ættir klárlega að fá þér myndavél – kominn tími til að heimurinn kynnist betur ljósmyndasnilli Bjössa. Síðan skelliru bara nokkrum myndum á flickr og þá streyma til þín tilboð frá öllum heimshornum.
Til hamingju kall, þarftu ekki að farað græða eitthvað á þessu samt? :)
Takk, takk. Jú, ég er farinn að halda að það sé kominn tími á það – en það er fínt að byrja að gefa leyfi ef maður fær credit, til að geta bent á að myndirnar manns hafi birst hér og þar ;)
En ég er ekki alveg tilbúinn til að gúddera það ef fólk er beint að græða á myndunum mínum – þá vil ég fá prósentur ;) Til dæmis voru einhverjir dúddar sem vildu nota 11 Spring Street myndina í einhverja bók um graffíti (coffee table book) sem þær ætluðu að selja í bókabúðum eða eitthvað. Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að leyfa það, spurði þá hvort þeir væru til í að senda mér eintak þegar bókin væri tilbúinn og þeir voru nú ekki til í það – sögðust vera eitthvað á “shoestring budget” og eitthvað bullshit.