Ég hef fundið nýja leið til að spara tíma svo ég sé fljótari að setja myndir á netið – bara henda öllu inn, ekki filter-a eða review-a þetta… bara láta þetta allt flakka, sama þótt það séu nokkrar eins myndir og einhverjar misgóðar myndir.
Síðan hjálpar það líka að ég er ekki lengur í böggi með Automate > Batch fídusinn í Photoshop. Ég lenti alltaf í því þegar ég keyrði þetta að JPEG Options glugginn opnaðist við hverja mynd og ég þurfti að ýta á OK – ekki svo automatic ;) En maður þarf víst að taka upp action þar sem maður Save-ar skrána (með Save As…), með Quality og skráarnafnið skráð í þetta action. Síðan þegar maður er í Automate > Batch hefur maður bara hakað við Override Action “Save As” Commands og þá er þetta allt í góðu :D
Ég fór eitt kvöldið út að taka myndir af umferðinni á Hringbraut – hérna er það sem kom út úr því. Þegar ég stóð á brúnni sá ég að það var kviknað í Tjörninni – það var víst að kveikja kerti til að minnast Hiroshima. Þannig að það er smá bonus footage þaðan.
Mér finnst svona nætur-umferðar ljósmyndir frekar töff – hef verið að prófa mig smá áfram og mun pottþétt taka fleiri svona myndir.
Annað í fréttum… ég er aftur á leiðinni í ferðalag. “Aftur? Hvað meinaru?” Jamm, ég er víst eitthvað búinn að vera að ferðast smá undanfarna mánuði og þetta er allt á todo listanum: blogga um ferðirnar, setja inn myndir, setja inn video, o.s.frv… Ég gæti tekið upp á því að taka bara skorpu í september og dúndra inn fullt af færslum, þúsundum ljósmynda, tuga kvikmyndaskeiða og örðu skemmtilegu. Stay tuned…
Síðast uppfært 4. November, 2010
Ég skal segja þér að ég skil ekki orð af því sem stendur í annarri málsgreininni!! Þýðir þetta kannski að við fáum að sjá fleiri myndir, t.d. frá London??
En Hringbrautarmyndirnar eru engu að síður töff.