Ég sá bíómyndina Hot Rod um daginn og hún var algjör snilld – fyrsta myndin sem ég gef 10 stjörnur [smá sidenote: stjörnugjöf er almennt séð frekar mikið bullshit – ég gef bara stjörnur út frá gut feeling og hversu mikið ég skemmti mér – og ég skemmti mér konunglega yfir Hot Rod]. Það eru þrír gaurar sem koma að þessari mynd (einn leikstýrir og hinir tveir leika) og þeir kenna sig við The Lonely Island.
Maður er búinn að vera fylgjast með vefsketsum frá The Lonely Island undanfarin ár og video-in eru yfirleitt mjög fyndin… húmorinn í vefsketsunum frá þeim er yfirleitt frekar súr þannig að maður bjóst alveg við svipuðu í Hot Rod.
Hérna eru nokkur góð video frá The Lonely Island – kannski ekki alveg best-of, en samt svona nokkurn veginn…
Klassískur skets – Just 2 Guyz:
Party over here!
Þetta er svona gott dæmi um hversu súr húmorinn þeirra getur verið ;)
Þeir gerðu líka nokkra þætti í seríu sem þeir kölluðu The ‘Bu (þar sem þeir voru að gera grín að The OC, One Tree Hill og öðrum svipuðum þáttum):
Young, sexy people that live in Malibu call it The ‘Bu, because when you say the entire word, it takes time, and then you wouldn’t be young anymore.
Þetta er fyrsti þátturinn – hægt að sjá hina þættina (8 í allt) af The ‘Bu hérna.
Síðan voru þeir greinilega að gera það góða hluti á netinu að Saturday Night Live ákvað að ráða þá og hafa þeir gert þónokkra sketsa (og eru ennþá að búa til nýja) undir nafninu SNL Digital Short. Einn af fyrstu sketsum sem þeir gerðu heitir Chronicles of Narnia (aka. Lazy Sunday aka Chronic(what?)cles of Narnia):
A Special Christmas Box (aka. Dick in a Box) er örugglega frægasti sketsinn þeirra – það var búið að horfa á hann 28 milljón sinnum þegar NBC ákvað að taka hann af YouTube1. Þeir fengu meira að segja Emmy fyrir þetta video fyrir “Outstanding Original Music and Lyrics”:
Þetta er alveg magnað video – tónlistin er líka frábær :) — People Getting Punched Just Before Eating (aka. Andy Punches):
Var reyndar búinn að setja þetta video á Tumblr í fyrra þannig að fólk hefur hugsanlega séð þetta áður – svosem eins með hin video-in, mjög líklegt að fólk hafi séð eitthvað af þessu áður þar sem þau eru nú frekar vinsæl – en alltaf gaman að sjá þetta aftur :)
Síðan finnst mér þetta video með Natalie Portman frekar kúl:
OK, eitt í viðbót :) Þetta er svo mikið random rugl – týpískur The Lonely Island húmor. Dopple Ganger:
Það er hægt að sjá fleiri SNL Digital Short myndbönd á NBC síðunni.
Hérna er síðan eitt magnað atriði úr myndinni Hot Rod:
Cool beans :) ..og þetta er ekki eitthvað vefremix – þetta var nákvæmlega svona í myndinni (fyrir utan rauða textann í byrjun og í lokinn). Gott dæmi um hvað sum atriði voru random og súr – en samt sprenghlægileg.
Já, maður ætti kannski að fara út í það að búa til nokkra svona vefsketsa sjálfur – gæti verið fjör :) Hver vill vera með?
Ég var að búa til orðið vefskets (Google skilar alla vega 0 niðurstöðum núna) – finnst fólki það gott orð? Er það lýsandi fyrir svona stutt (og fyndin) video á netinu? Er eitthvað annað orð sem hentar betur?
Jæja, ég ætla að halda áfram að pakka…
Bjössi says
langt, mörg video
Hannes says
OK, var þetta s.s. of mikið af video-um? Ég skal hafa það í huga – halda mér kannski í kringum 5 video per bloggfærslu…
En var samt ekki gaman
afað þeim? :) [Uppfært: leiðrétt eftir ábendingu ritstjóra]maple says
gaman AÐ þeim!! ekki gaman AF þeim.
Hannes says
hmm… ég var einmitt að spá í þessu – hvort það væri af eða að… en mér fannst einhvern veginn lógískt “ég hef gaman af einhverju” (eins og “ég hef gaman af því að hlusta á tónlist”) og að “gaman að einhverju” væri eins og að gera grín að einhverju. Pæling…
Ertu alveg 100% viss að það eigi að vera gaman AÐ?
– það er kannski ástæðan fyrir því að Bjössi svaraði ekki, hann vissi ekkert hvað ég átti við ;)
En gott að hafa ritstjóra til að hjálpa sér að halda málfarinu á þessu fína bloggi í toppástandi :)
– ágætt að einhver nenni því, ef ég ætti að leiðrétta allar stafsetningar- og málfarsvillur sem ég sé á netinu þá væri það meira en fullt starf ;)
maple says
tjaa ég er svo gott sem viss, þarf að fá úrskurð íslenskufræðings