Það virðist sem ég hafi nælt mér í smá kvef. Oft þegar ég fæ svona (massívt) kvef þá fæ ég líka smá hálsbólgu (eða svona erting í hálsinum). Því fylgir yfirleitt smá hiti. Hvað á maður að gera þegar maður er veikur (fyrir utan að hætta að vera veikur og vera awesome í staðinn)?
Það sem ég geri oftast til að losna við svona kvef vesen er t.d.:
- Fá sér helling af C-vítamíni
- Drekka nóg – bæði vatn og heitt te (jafnvel með smá hunangi)
- Drekk líka svona “Cold & Flu relief” te sem maður getur keypt t.d. í Bretlandi – það inniheldur Paracetamol sem á víst að vera voða sniðugt. Það er hægt að fá Panodil te duft í apótekum hérna sem ég held að sé nokkuð svipað.
- Fá sér Listerine (kvölds og morgna) – það er sótthreinsandi/bakteríueyðandi
- Reyna að fá nægan svefn (klassískt ráð sem maður nær kannski ekki alltaf að fylgja nógu vel)
- Hvítlaukur á víst að vera gífurlega læknandi – maður getur fengið sér svona hvítlaukshylki
- Fara í gufuna ef ég fer í ræktina – löng, heit sturta er líka hressandi. Já, eða heitt bað (með góðum baðsöltum).
- Saltvatnsskolun á nefgöngum – var að prófa þetta í fyrsta skipti í langan tíma. Frekar skrítið en svínvirkar – hreinsar út allt hor. Eirberg selur svona nefskolunarkönnu.
Síðan náttúrulega að snýta sér reglulega (og ekki gleyma að þvo sér svo maður smiti ekki).
Hafa lesendur eitthvað við þetta að bæta – einhver húsráð sem virka vel? Hefur fólk t.d. tekið eftir því að kjúklingasúpa hjálpi við að flýta bata?
Bætt við:
Engiferte – engifer á víst að virka vel. Bara kaupa engiferrót og skera hana niður í búta, setja í svona te-síu-kúlu-eitthvað, hella heitu vatni yfir og láta liggja í nokkrar mínútur.
Önnur uppskrift:
Te sem reddar kvefinu: Sjóða sítrónusneiðar og engifer í vatni í slatta tíma, hella í bolla og bæta við hunangi. Drekka. (via @hallakol)
Frá sérfræðingunum:
Gæti hjálpað – ætti alla vega ekki að skaða:
- Andoxunarefni (eins og t.d. C-vítamín) – er í ávöxtum og grænmeti. Síðan eru til voða fínir Goji og Acai safar sem eru víst ríkir af andoxunarefnum
- Lýsi
Rocking a ski mask, whether it’s June or February
Síðast uppfært 22. February, 2016
maple says
uu já – við þetta að bæta er. ekki fara í ræktina kvefaður.
Hannes says
Já, ég geri nú ekki mikið í því að fara í ræktina ef ég er veikur – maður fer í mesta lagi bara léttan hring og svo í gufuna. En jú, það er rétt – maður á að hvíla sig þegar maður er veikur…
Einar says
Ég tek óverdósið á C-Vítamínið/Sólhatt. Og nóg af DVD.
Hannes says
Já, Sólhatturinn er nokkuð vinsæll hjá sumum. Hef reyndar ekki fengið mér hann nýlega.
DVD segiru… já, það er alveg möst ef maður er rúmliggjandi – það eða annað glápefni…
Sigga says
oj, panodil-teið er viðbjóður. oj. en virkar. mæli með grænu tei í ástandi sem þessu.
Sigga says
jú, og svo auðvitað viskílögg…
Hannes says
Já, grænt te er alltaf hressandi og viskí (eða koníak) er líka alltaf bráðsniðugt þegar maður er með hálsbólgu.
Dóri says
Kassi af bjór er það eina sem virkar fyrir mig.
Hannes says
hehe, jú, kassi af bjór lagar náttúrulega öll vandamál ;)
Haukur says
Whiskey lagar kvef og hálsbólgu. Sótthreinsar og gefur hraustlegt og gott útlit.
Hannes says
Jebbs, þess vegna drekk ég Whiskey allan daginn, alla daga – ég meina, hver vill ekki hafa hraustlegt og gott útlit?