Ég var nýlega spurður að því hvaða kvikmynd mér fannst best árið 2007 og ég var bara ekki alveg viss… Þá er mjög hentugt að geta tékkað á kvikmyndagagnrýninni minni til að hjálpa sér að rifja upp. Ég reyndar byrjaði ekki að skrá þar fyrr enn í júlí þannig að ég verð bara að notast við upplýsingar síðan þá – man ekki alveg hvaða myndir ég sá fyrri helming ársins. Ef fólk getur hresst upp á minnið mitt þá er það velkomið… svona ef ég er að gleyma einhverjum snilldar myndum.
Ef maður skoðar stjörnugjöfina þá ber hæst:
- The Bourne Ultimatum *
- The Simpsons Movie
- I Am Legend
- American Gangster *
- Superbad
- Knocked Up
- Transformers *
- Planet Terror
- Live Free or Die Hard
- Run, Fat Boy, Run
- Disturbia
- Hitman
- Eastern Promises *
- Astrópía
- Vacancy
- Death Proof
- Rush Hour 3
- The Lookout
..af þeim myndum sem ég sá árið 2007 (og sem voru gefnar út 2007). Ef ég tek líka með myndir sem voru gefnar út 2007 en ég sá 2008 þá eru líka ofarlega á lista:
- Juno *
- The Darjeeling Limited
- No Country for Old Men *
- Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street *
(* Myndir með stjörnu voru á einhvern hátt tilnefndar til Óskarsverðlaunanna.)
En ef ég ætti að segja til um hver var besta bíómyndin sem ég sá árið 2007 þá gefur stjörnugjöfin það sterklega til kynna – ég held að það sé bara jafntefli á milli The Bourne Ultimatum og The Simpsons Movie. Bourne 3 er alveg mögnuð spennumynd með pjúra hasar alveg í gegn, vel leikstýrð og heldur manni alveg “on the edge of your seat”. Simpsons myndin langþráða stóð algjörlega undir væntingum – góð saga og virkilega fyndin.
Nú eru bara nokkrar mínútur í Óskarinn og svona til gamans ætla ég að rúlla yfir helstu tilnefningarnar og skjóta á nokkra vinningshafa:
- Actor in a Leading Role: Johnny Depp í Sweeney Todd The Demon Barber of Fleet Street (Johnny hefur nú staðið sig nokkuð vel yfir árin, hefur leikið ýmsar mismunandi og skrautlegar persónur – er ekki hans tími kominn?)
- Actor in a Supporting Role: Javier Bardem í No Country for Old Men (honum tókst nokkuð vel að leika crazy mufkn sækó morðingja)
- Actress in a Leading Role: Ellen Page í Juno (eina myndin sem ég var búinn að sjá – en það væri ekkert slæmt fyrir hana að fá Óskarinn, nýorðin 21 – fínasta afmælisgjöf)
- Actress in a Supporting Role: Ruby Dee í American Gangster (væri ekki gott move að gefa gamalli svartri konu Óskarinn?)
- Animated Feature Film: Persepolis (búið að vera svolítið hype í kringum þessa – ekta arty mynd sem fær helling af verðlaunum)
- Art Direction: Sweeney Todd The Demon Barber of Fleet Street (virkilega flott umhverfi og skemmtilegir litir í myndinni)
- Directing: No Country for Old Men (svolítið skrítin mynd, en hún var vel gerð – vel leikstýrð)
- Makeup: Pirates of the Caribbean: At World’s End (já, þetta er ein mynd sem ég sá 2007 áður en ég byrjaði með stjörnugjöfina — öll þessi kvikyndi í Pirates ættu nú að fá verðlaun, trúi því varla að þeir láti Norbit fá Óskarinn – meira svona Razzie mynd)
- Best Picture: Juno (ég gaf No Country for Old Men færri stjörnur en það er samt týpískt að hún fái Óskarinn, hún var svona meira “cinema”)
- Writing (Original Screenplay): Juno (mörg skemmtileg samtöl í myndinni)
Já, ég veit – kannski ekki mikið að marka þar sem ég er alls ekki búinn að sjá allar myndirnar sem eru tilnefndar ;)
Það eru nokkrar Óskars-myndir sem ég á eftir að sjá og ætla að reyna sjá sem fyrst: The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, Charlie Wilson’s War, Ratatouille og Into the Wild – og síðan hugsanlega There Will Be Blood, Michael Clayton og Persepolis.
Bjössi says
Ég get nú ekki sagt að þú sért endurborinn Nostradamus.
Hannes says
hehe, nei, kannski ekki alveg… en var Nostradamus 100% sannspár? Mér finnst nú líklegt að slatti af því sem hann spáði gerðist aldrei og mun aldrei gerast.
En 4/10 er nú ekki hræðilegt… og þetta er nú eiginlega 5/10 þar sem ég vissi nú alveg að það væru meiri líkur á að No Country for Old Men yrði valin besta myndin – ef ég hefði sett pening undir þetta hefði ég klárlega sagt No Country for Old Men. Mér fannst bara einhvern veginn að ég yrði að segja Juno þar sem ég gaf henni fleiri stjörnur… En ég náttúrulega velti þessu gífurlega mikið fyrir mér – eyddi alveg 3 sekúndum í að giska á hvern flokk.
En eins og ég sagði… þetta var bara til gamans :)
Mér hefði kannski gengið betur ef ég hefði séð allar myndirnar sem voru tilnefndar – aldrei að vita nema ég reyni að gera það á næsta ári.
maple says
NEI ÞÚ ERT BARA MISHEPPNAÐUR
Einar says
Hei, hvaða playa hate’a er í gangi hérna rwude bwooois?
Hannes says
Já, nákvæmlega – ég skil ekki hvaða diss er í gangi hérna… kannski ég fari bara í mótmælendaaðgerðir og hætti að blogga ;)
Ég meina, ég var eiginlega bara að giska á myndir sem ég hafði séð (af því að varla get ég sagt mikið til um myndir sem ég hef ekki séð) og það þrengdi nú töluvert rétt-ágiskunar-möguleikann þar sem ég var yfirleitt bara búinn að sjá 1 til 2 af þeim myndum sem voru tilnefndar í hverjum flokki.
maple says
MISHEEEPPNAÐ
Bjössi says
AFSAKANIR!!