Fólk er greinilega alveg æst í að sjá Hress 2007 listann ;)
Já, “Hress Collezion” byrjaði allt með því að ég ætlaði að skrifa nokkur lög á disk seint árið 2002. Ætli ég hafi ekki skrifað þetta til að geta blastað eitthvað þegar ég var að krúsa um borg óttans… Mig vantaði eitthvað nafn til að krota á diskinn og þar sem flest lögin voru nokkuð hress (fjörug, skemmtilegur taktur, koma manni í gott skap…) þá skrifaði ég á diskinn Hress 2002. Árið 2003 hlustaði ég töluvert á þennan disk og var greinilega ekkert að búa til nýjan disk – Hress 2003 er ekki til. Meirihluta 2004 var ég nokkurn veginn tölvulaus [sjá “Stóra Grundtvigs ránið“] þannig að ég var ekki mikið að braska í að skrifa diska eða safna tónlist þá. En 2005 byrjaði ég aftur að safna og bjó til playlista í iTunes sem ég kallaði náttúrulega Hress 2005.
Ég hef svo verið að búa til nýjan lista á hverju ári síðan þá. Án þess að það hafi verið markmiðið þá eru allir listarnir hingað til svipað langir. Þeir innihalda 27-29 lög og eru 1,9-2,2 klst. – alveg upplagt til að gefa út sem tvöfalt albúm ;)
En að Hress 2007. Þetta eru yfirleitt lög sem hafa verið gefin út 2007 – en ekkert endilega… kannski heyrði ég þau fyrst 2007 eða bara var að fíla þau 2007. Þannig að það eru ekkert mjög strangar reglur í kringum þetta, nema kannski að það meikar kannski ekki sens að hafa sama lagið á fleiri en einum lista. Þetta eru mörg mismunandi lög, úr mismunandi tónlistargreinum – en þau eiga eitt sameiginlegt að þau eru öll alveg gífurlega hress :) Sum lögin eru þó hressari en önnur.
Here we go:
Brazilian Girls – Jique (MSTRKRFT Remix)
Tiga – You Gonna Want Me
– held ég þurfi að gefa hr. partý credit fyrir að kynna mér fyrir þessu
GusGus – Hold You (Hermigervil’s remix)
– sum lögin hef ég nú póstað áður
Simian Mobile Disco – Hustler
– var búinn að pósta video-inu á I am not taxi
Justice – D.A.N.C.E (MSTRKRFT Remix)
– Justice maður… þeir væru örugglega með fleiri lög á listanum ef ég væri búinn kynna mér þá betur, alveg að klikka á þessu – eru einhver lög sem er alveg möst að tékka á betur?
Seal – Amazing (Thin White Duke Main Mix)
Britney Spears – And Then We Kiss (Junkie XL Remix)
Justin Timberlake – What Goes Around… / …Comes Around
The O’Jays – Put Your Hands Together
– klárlega elsta lagið á listanum (frá 1973), en ég var að fara í gegnum safnið mitt og áttaði mig á því hvað það er gífurlegur hressleiki í þessu lagi :)
Hot Chip – My Piano
– heyrði þetta fyrst hjá Hjalta
Bloc Party – She’s Hearing Voices
Metric – Monster Hospital (MSTRKRFT remix)
Bangers & Cash – Loose
– video á I am not taxi
The Fiery Furnaces – Automatic Husband
– Einar benti mér á þetta
Beyoncé – Upgrade U (Feat. Jay-Z)
GusGus – David (Darren Emerson Mix)
– ég tók mér það bessaleyfi að bæta þessu við listann bara núna – rak augun í þetta þegar ég var að skoða mp3 möppuna á officialstation.com – auðvitað á þetta heima hérna… Ari á heiðurinn af því að plögga þetta lag.
Já, MSTRKRFT komu nokkuð sterkir inn 2007 – eiga eitt lag á listanum og 3 remix. Síðan er GusGus náttúrulega að standa sig nokkuð vel með 3 lög af 28.
Ef fólk er að fíla þennan lista þá er aldrei að vita nema ég sé til í að pósta líka Hress 2002, Hress 2005 og Hress 2006 – hvað segir dómnefnd? Síðan er ég meira að segja líka með lista sem heitir Hress – Rock & Roll ;)
Síðast uppfært 8. February, 2011
maple says
hmm þarna er ýmislegt gott og ýmislegt slæmt. Hold you hermigervill rework er ógeðslega gott lag og langsamlegasta besta remixið af þessu, eiginlega finnst mér það stundum betra en orginallinn.
Þú þarft að fara að droppa þessum seal og britney fanship – það er ekki gott mál. Rihanna mætti missa sín þó mér finnist hún ekki alslæm og hún er alveg vangefið fissikally fit.
Með justice þá er það waters of nazareth sem er top of the line, svo er eitthvað svona phantom og dvno ágætt, svona af disknum – svo er eitthvað meira til þarna úti.
Hannes says
Já, ég veit, popp hlutinn er svolítið “óvenjulegur”, kannski aðeins of mikið effemm – en fuck it, þetta eru hress lög :)