Ætlaði nú að vera löngu búinn að henda inn kveðju hingað, en whatever…: Gleðilega hátíð! Maður er bara búinn að vera svo upptekinn við að troða í sig kalkúni, riz a la mandé og öðru gúmmilaði, spila Cluedo, horfa á bíómyndir og síðan var ég nett veikur (örugglega eftir allt þetta át).
En já, sei, sei… það voru bara hvít jól eftir allt saman – alltaf jólalegra þegar jörðin er þakin snjó. [insert obligatory white christmas photo]:
Síðan komu bara þrumur og eldingar þegar maður var nýbyrjaður að borða jólamatinn – frekar magnað.
Ég er líka búinn að vera leika mér svolítið með nýja leikfangið mitt:
Ég stefni á að taka mun fleiri myndir árið 2008 heldur en ég gerði í ár. Aldrei að vita nema ég fjárfesti í fleiri linsum og öðrum myndavélagræjum.
Hérna eru nokkrar jólamyndir í viðbót:
Hvað segiði, er þetta flickr material? Ætti ég að setja eitthvað af þessum myndum á flickr?
Jæja, sjáumst á nýju ári og passið ykkur að fjúka ekki í burtu ;)
Síðast uppfært 18. December, 2009
Bjössi says
Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár!
Einar says
Gleðilega hátíð, takk fyrir gamla árið
Ella says
Sammála síðustu ræðumönnum!
Er ekki bara málið að dæla öllu sem manni finnst fínt inn á flickr ;)