What the hell?!? Af hverju var ég ekki búinn að frétta þetta fyrir löngu? Af hverju var ég ekki látinn vita? Þeir eiga náttúrulega að hringja í 24 fan #1 þegar þeir ákveða að fresta sýningum á 24! Allt út af þessu verkfalli hjá handritshöfundunum. Damn it!
Þar sem þeir verða eiginlega að byrja að sýna 24 í janúar þá er líklegt að sería 7 byrji ekki fyrr en í janúar 2009! Ekki geta þeir byrjað að sýna um vorið (ef þetta verkfall verður búið þá) af því að þá myndu síðustu þættirnir vera um sumarið – og það horfir náttúrulega enginn á TV um sumarið. Mjög ólíklegt að þeir myndu gera hlé á seríunni um sumarið og sýna restina um haustið. Eins eru þeir ekki að fara byrja sýna seríuna um haustið – af því að þeir vilja líklega ekki lenda í því sem þeir tóku eftir með fyrstu seríurnar, að missa áhorfendur þegar þátturinn tekur pásu yfir hátíðirnar. Þeir verða að geta keyrt 24 alveg í gegn án nokkurra truflana.
Ástæðan fyrir því að ég var ekki búinn að frétta þetta er líklega að ég reyni að komast hjá því að lesa nokkuð um nýjustu 24 seríuna. Ég komst t.d. að alltof miklu um seríu 7 þegar ég var að rannsaka hvort að þetta væri virkilega satt. Spoilers. Damn it!
Þessi nýjasta sería hefur mátt þola ýmislegt – Kiefer Sutherland var tekinn fyrir að drekka fullur, skógareldar í Kaliforníu trufluðu upptökur og núna þetta verkfall. En Jack Bauer lifir þetta náttúrulega af – eins og allt annað ;)
En þeir eru víst búnir að taka upp 1/3 af seríunni. Ef þetta verkfall reddast fljótlega þá gæti þetta verið upplagt tækifæri til að nýta þennan auka tíma til að vinna að 24 bíómyndinni sem er búið að vera tala um alltof lengi. Þá kæmi alla veganna eitthvað gott úr þessu verkfalli.
Hvernig á maður að meika það að bíða í rúmlega ár í viðbót?! Maður er búinn að hlakka til alveg síðan 6. sería kláraðist. I need to get my Jack Bauer fix! ;) Ég gæti náttúrulega horft á gömlu seríurnar sem ég á og keypt þær seríur sem mig vantar… – hver er til í 24 maraþon? Gætum farið í 24 drykkjuleikinn. Síðan getur maður tékkað á 24inside.com fyrir smá auka viðtöl með crew-inu.
Ég var svona fyrst að spá í að setja þetta á I am not taxi linka bloggið. En þetta er bara of stór frétt fyrir það – þannig að ég henti þessu hingað og skrifaði aðeins meira um þetta. Síðan virðist fólk ekki vera mikið að tékka á þeirri síðu hvort eð er – þannig að þetta hefði farið fram hjá flestum.
Gestir og gangandi mega alveg tékka á I am not taxi og segja mér ef það er eitthvað þarna sem á kannski frekar heima hérna á aðal blogginu.
Síðast uppfært 20. June, 2009
Bjössi says
Hvernig er það, lendir maður í miklum vandræðum í Bandaríkjunum fyrir að drekka fullur???
Því ef svo er þá held ég að mér verði ekki hleypt inn í Bandaríkin!
En þetta eru leiðinlegar fréttir, ég veit ekki hvort þú verðir húsum hæfur ef 24 fer í langa pásu.
En þú verður að passa þig á áfenginu, margur maðurinn hefur lagst í það þegar á móti blæs í lífinu. Vertu sterkur!!
Hannes says
Nei, ég held að maður geti alveg auðveldlega samið við dómarana þarna í USA um að skipta fangelsisdvölinni niður í nokkra parta – eða bara biðja um að afplána þetta heima hjá sér. Þannig að þetta er ekkert mál.
Já, það er satt hjá þér – ég verð líklega ekki húsum hæfur… þannig að ef ég er eitthvað uppstökkur, pirraður, brest í grát upp úr þurru – eða tek æðiskast, ríf af mér bolinn og öskra JACK BAUER! – þá veit fólk af hverju.
..og já, fólk þarf að passa að ég drekki mig ekki í hel. Gott ráð Bjössi.
Bjössi says
já myndi halda að random quote þessarar færslu væri úr 24 :) Fæ ég bjór í verðlaun???
Hannes says
Nei sko, þú ert líka búinn að taka eftir þessari “leynikeppni” sem ég er búinn að vera með í gangi frekar lengi ;)
Jú, mikið rétt – þetta er úr 24. Geturu nokkuð giskað á hver sagði þetta ..og jafnvel í hvaða seríu? Extra kúl stig fyrir að koma með bæði seríu og númer á þætti ;) Hvað sem því líður þá færðu 3 stig sem þú getur notað í official blogg keppni officialstation.com – nánari upplýsingar síðar.
Ég verð líklega að fara tilkynna þessa keppni opinberlega – fara yfir reglurnar og vinningana. Já, það er möguleiki að þú fáir bjór – ég á eftir að ákveða nákvæmlega vinningana.
Bjössi says
Ef mér skjátlast ekki þá sagði Jack Bauer þetta í síðasta þættinum í síðustu seríu við Secratary Heller (eða hvað hann heitir, pabbi kellingarinnar sem Jack hefur verið að riðlast á) í lok þáttarins, rétt áður en hann labbaði út og horfði á sjóinn og eftir að hafa vælt yfir kellingu í kóma. Það var of væmið.
Við fáum líklega ekkert að vita hvað Jack gerir. Fær hann konuna sem hann elskar, verður hann drepinn, hver verður drepinn, er Jack Bauer í raun konan sem hann elskar, er líf hans ímyndun, er hann að dreyma, hefur hann kannski ekki drepið einn einasta mann, eru hryðjuverkamenn bara ímyndun eða eru þeir raunveruleg ógn, er Jack Bauer í raun eina von mannkyns eða bara fyllibytta með ofskynjanir í ástarsorg á krossgötum??? Þetta eru allt spurningar sem gæti verið svarað í næstu seríu af 24. Þetta verkfall verður að enda.
Hannes says
Jebbs, þú ert með þetta allt á hreinu – greinilega alvöru 24 aðdáandi þarna á ferð :)
Já, góðar pælingar hjá þér – 24 er besta sápuópera sem ég hef séð. Ég VERÐ að sjá nýju þættina sem fyrst – get ekki beðið. Ég myndi giska á að vondi tvíburabróðir Jack’s (sem er í raun hálf kínverskur) komi og ræni Audrey.