Ég hef mikinn á huga á kvikmyndum, mér finnst gaman að horfa á kvikmyndir og ég geri töluvert af því… Ég hef stundum skrifað stuttlega um myndir sem ég hef verið að sjá – en reyndar ekki svo mikið upp á síðkastið. Hugsanlega af því að ég var að skrá það annars staðar. Ég nefninlega setti upp sérstakt svæði fyrir kvikmyndagagnrýni. Átti bara eftir að tilkynna það – twitter aðdáendur fengu reyndar að vita af því fyrir 2 mánuðum.
Til þess að höndla gagnrýnina og stjörnugjöfina nota ég WordPress plug-inið WP Movie Ratings – Gífurlega sniðugt, ég fer bara á IMDb síðuna fyrir myndina og smelli á takka sem ég er búinn að bæta við í browserinn. Síðan skrifa ég smá, gef myndinni stjörnur og sendi þetta inn – voila! Upplagt til að hafa safn yfir þær myndir sem maður er búinn að sjá og hvernig maður var að fíla þær. Síðan er líka möguleiki að einhverjir lesendur hafi áhuga á að vita hvaða kvikmyndir ég hef verið að sjá og hvort ég mæli með þeim – eða hvað?
Hérna eru síðan nokkrar kvikmyndir sem ég ætla að sjá á næstunni:
Untitled J.J. Abrams Project (aka. Cloverfield)
Veit voða lítið um þessa mynd… en þessi teaser er mjög áhugaverður. Á YouTube síðunni fyrir þetta video er fullt af linkum á skrítnar teaser síður sem eru líklega hluti af markaðssetningunni…
Wanted
Angelina Jolie og byssur, ég þarf ekki meira ;)
[Trailer í betri gæðum á síðu myndarinnar]
Be Kind Rewind
Jack Black og Mos Def – gæti verið góð blanda. Lítur út fyrir að vera í súrari kantinum, en held að hún gæti verið fyndið.
[Trailer í betri gæðum á Apple.com]
I Am Legend
…þetta er eiginlega teaser. Þessi trailer segir manni aðeins meira:
Síðan eru líka aðrar útgáfur á YouTube.
Gæti verið töff mynd – Will Smith að leika “Palli var einn í heiminum” ;) Bara það að sjá New York algjörlega tóma bætir alveg við kúlskalann.
Hérna er líka stutt “prequel” teiknimynd – vel gerð, frekar töff.
Hefur þú áhuga að sjá þessar myndir? Einhverjar aðrar myndir sem þú bíður spennt(ur) eftir að sjá?
Síðast uppfært 27. September, 2011
maple says
ég er hættur í bíómyndum. fer sjaldan í bíó. ég nenni ekki að standa í þessu, vil bara sjá þetta í sjónvarpinu. núna hefur tölvan yfirtekið líf mitt og deletað því.
DELETE ALL LIFE. BLEEP!
Bjössi says
Ég ætla að vera ósammála þér með The Condemned og Fantastic Four. The Condemned er með asnalegri myndum sem ég hef séð, fyrsta myndin sem ég hef séð þar sem Vinnie Jones er lélegur.
Guð minn almáttugur ekki láta mig byrja á Fantastic Four, þar er ein skelfileg mynd á ferðinni. En því verður ekki neitað Jessica Alba er fokkings hot. En stundum þarf aðeins meira til að gera áhorfanlega kvikmynd, í þessu tilfelli töluvert meira.
Annars er ég nokkuð sammála þér í þessari kvikmyndagagnrýni. Þetta er ágætis framtak.
Hannes says
Eins og ég reyndi að koma til skila á síðunni þá er þessi stjörnugjöf og “gagnrýni” alls ekkert heilagt – ég myndi segja að það séu alveg 2-3ja stjörnu skekkjumörk ;)
The Condemned og Fantastic Four eru ekki beint myndir sem ég myndi eyða tíma í að horfa á aftur.
Það er möguleiki að þegar maður verði kominn með aðeins meiri reynslu í svona stjörnugjöf að hún verði nákvæmari :) Kannski verður maður líka bitrari með tímanum eins og sumir gagnrýnendur vilja vera stundum ;)
En gaman að einhver hefur ánægju af þessu – aðeins skemmtilegra ef maður er ekki bara að gera þetta fyrir sjálfan sig.
En já, fólk hefur kannski áhuga á að kommenta á þær myndir sem ég hef verið að sjá (og stjörnugjöfina / gagnrýnina) — kannski að ég reyni að plögga eitthvað sniðugt fyrir það. Jafnvel bara að hafa svona recap í hverjum mánuði…
Bjössi says
Þarna sástu í gegnum mig maður!!! Sannleikurinn er sá að ég er bitur, mjög bitur. Ég er bitur yfir því að vera ekki eins svalur og Vinnie Jones. Svo er ég ennþá bitrari yfir því að Jessica Alba sé ekki kærastan mín eða einhver álíka hot gella. Það sem gerir þetta enn erfiðara er það að ef ég væri jafn svalur og Vinnie Jones þá gæti Jessica Alba verið kærastan mín. Biturleikinn er að sliga mig, þannig að ég verð að fá útrás einhvern veginn.
Hannes says
Ha! Ég vissi það! Þú ert svo fáránlega bitur að það er ekki venjulegt… Enda hefur þú náttúrulega ástæðu fyrir að vera svona bitur – þú telur þarna upp tvær mjög góðar ástæður. Reyndar, þegar þú setur þetta svona skýrt fram verð ég bara líka bitur.
Annars var þetta nú ekkert beint að þér. Enda ert þú ekki gamall og feitur gagnrýnandi (ennþá) ;)
Trausti says
ég er nú ekki viss um að kærastan hans Vinnie líti út eins og Jessica Alba… Ekki beint karlkyns fyrirsæta þar á ferð. En já, gaman að sjá þessa gagnrýni og það væri kúl að geta kommenta á stjörnugjöfina. Ég er til dæmis hrikalega ósammála þér varðandi Superbad sem mér fannst bara léleg…
Annars finnst mér að þú ættir að leyfa okkur að fylgjast með í bolabrjálæðinu og taka myndir af þeim og setja á netið. Svo gætum við jafnvel gefið þeim stjörnur :)
Hannes says
OK, kúl – gaman að fólk vilji kommenta. Eins og þetta er sett upp núna held ég að það væri ekki auðvelt að hafa sér þráð fyrir hverja mynd – ég þyrfti að nota eitthvað annað kerfi ef það ætti að vera. En ég er búinn að bæta við komment fídus á síðunni. Þannig að fólk getur tjáð sig eins og það vill. Síðan er ekkert bannað að kommenta ef fólk er sammála mér ;)
Já, ég var einmitt að velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að pósta nánari upplýsingum um öll þessi bolainnkaup – var bara ekki viss hvort fólk hafði áhuga á því. En já, ég skal módelast smá fyrir ykkur ;) Síðan má alveg athuga hvort ég geti ekki sett upp eitthvað svo fólk geti gefið bolunum stjörnur :)